Kjarninn - 03.10.2013, Page 49

Kjarninn - 03.10.2013, Page 49
06/11 kjarninn Viðmælandi Vikunnar að taka ákvarðanir um hluti sem það hafði ekki vit á. Það er eiginlega niðurstaðan í þessum skýrslum. Fólk sem hafði ekki hugmynd um hvað það var að gera var samt að taka ofboðslega stórar ákvarðanir. Þær voru oft teknar í góðri trú og af mikilli fullvissu, en þetta fólk hafði hvorki þekkingu, menntun eða reynslu til að taka þessar ákvarðanir. Þetta er ekki góð stjórnsýsla. Sem borgarstjóri hef ég þurfti að fara á ráðstefnur víðs vegar á Norðurlöndunum. Þar hef ég veitt því athygli hvað stór hluti fulltrúa annarra höfuðborga er fagfólk en pólitísk- ir fulltrúar eru í minnihluta. Meirihluti fólksins frá Íslandi er hins vegar alltaf pólitískir fulltrúar. Stundum hef ég hálf skammast mín. Þarna er fagfólk sem hefur mikinn áhuga á málefnunum og hefur menntað sig sérstaklega í þeim. Á þetta fagfólk ekki að fá að segja neitt um ákvarðanir á sér- sviði sínu? Á bara einhver jólasveinn eins og ég, sem er ekki einu sinni með stúdentspróf, að taka allar ákvarðanir einn? Auðvitað eigum við bara að viðurkenna að það eru aðrir sem vita meira en við um þessa hluti. Þetta þarf að breytast og það munu verða pólskipti í þessu. Stjórnmálamenn eiga að vera eftirlitsaðilar almenn eftirlitsaðilar almennings Jón segir að fagfólk verði að fá að koma að ákvörðunar- töku. Stjórnmálamenn eigi mun frekar að vera eftirlits aðilar almennings en „playerar“.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.