Kjarninn - 03.10.2013, Blaðsíða 50
07/11 kjarninn Viðmælandi Vikunnar
ings, ekki „playerar“ eins og þeir halda oft að þeir séu.
Þeirra hlutverk er stefnumótun og eftirlit.“
hættulegasti stjórnmálamaður á Íslandi
Jón telur gagnrýnina sem hann fær fyrir stjórnunarhætti
sína að einhverju leyti vera vegna þess að pólitískir and-
stæðingar hans viti ekkert hvernig þeir eigi að nálgast hann.
Þess vegna hengi þeir sig í þannig hluti. „Í fullri einlægni,
og án þess að vera Jón frá Sjálfshóli, þá er ég líklega hættu-
legasti maðurinn sem er í stjórnmálum á Íslandi í dag. Ég
held að flestir séu sammála um það. Og ég er ekki á Alþingi,
heldur borgarstjóri. Vægi borgarstjóraembættisins er orðið
miklu meira en það var og það eykst dag frá degi. Áður var
þetta skrautfjaðravinna sem menn gegndu áður en þeir gerð-
ust ráðherrar.
Ég hef oft líkt Sjálfstæðisflokknum við kvikmyndina The
Ghost. Hann er eins og Patrick Swayze, sem leikur mann sem
veit ekki að hann er dáinn. Þá er ég ekki endilega að tala bara
um Sjálfstæðisflokkinn heldur þessa tegund af hugsunar-
hætti. Ég líki líka sjálfum mér oft við geimveruna í Predator-
myndinni. Enginn veit einhvern veginn hvernig á að díla
við hana nema Arnold Schwarzenegger. Það var einn Arnold
Schwarzenegger á Íslandi en hann er orðinn of gamall fyrir
þetta. Hann vildi óska sér að hann væri Schwarzenegger en
hann bara er það ekki.“
Þarna á Jón augljóslega við Davíð Oddsson, ritstjóra
Morgunblaðsins. Blaðið hefur haldið uppi harðri gagnrýni,
að mati sumra árásum, í ritstjórnarskrifum á Jón allt frá því
að hann settist í stól borgarstjóra. Þar er hann aldrei kallaður
því nafni sem hann tók sér, Jón Gnarr, heldur alltaf skrif-
aður Jón Gunnar Kristinsson. Jón segir þessa gagnrýni og
ritun á nafni hans ekki trufla sig neitt. Þvert á móti séu skrif
Morgunblaðsins honum til mikillar gleði. „Mér finnst þetta
alltaf skemmtilegt. Auðvitað er alltaf eitthvað sem kemur
öðru hvoru í fjölmiðlum sem truflar eða stuðar mig. Það hef-
ur alltaf verið þannig. En Morgunblaðið er pólitískt málgagn
Sjálstæðisflokksins. Mbl.is er það líka þótt menn reyni að