Kjarninn - 03.10.2013, Qupperneq 51

Kjarninn - 03.10.2013, Qupperneq 51
08/11 kjarninn Viðmælandi Vikunnar halda því fram að það séu einhver skil þar á milli. Þetta eru bara mismunandi hliðar á sama peningnum.“ Flugvallarmálið pólitískur tilbúningur Tæplega 70 þúsund manns skrifuðu nýverið undir undirskrifta söfnun á síðunni Lending.is sem sett var á lagg- irnar af stuðningsmönnum þess að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni. Skoðanakannanir sem gerðar hafa verið að undanförnu benda auk þess til þess að yfir- gnæfandi stuðningur sé við þann ráðahag hjá borgarbúum, og raunar landsmönnum öllum. Spurður hvort sitjandi meirihluta sé stætt að því að hunsa þessa stöðu segir Jón svo alls ekki vera. „Við erum alls ekki að hunsa. Við berum mikla virðingu fyrir lýðræðislegum rétti fólks til að tjá sig og koma sínum skoðunum á framfæri. En þetta er flókið mál og ólíkir hagsmunir. Flugvallarmálið er, að mörgu leyti, tilbúið í pólitískum til- gangi og er ekki það stóra hitamál sem látið er. Fram setningin á kostunum í þessari umræðu fannst mér líka svolítið sér- kennileg. Þetta var eiginlega sett fram sem tveir kostir: viltu flugvöll með öllu í Vatnsmýrinni eða viltu tortíma Reykjavík og öllu landinu með? En þetta er ekkert svona einfalt.“ Flugvöllurinn þarf að fara Jón bendir á að flugvöllurinn sé hluti af aðalskipulagi Reykja- víkur. Auk þess hafi verið kosið um framtíð hans fyrir tólf jón gnarr um SeltjarnarneS „Seltjarnes er fyrir reykjavík eins og þú eigir íbúð og ríki frændi þinn eigi íbúð við hliðina á þér þar sem er innangengt í þína. Hann hefur engar skyldur gagnvart þinni íbúð en getur gengið inn í hana á skítugum skónum og étið úr ísskápnum þegar hann vill vegna þess að hann keypti íbúðina með þessum réttindum. að sama skapi keyptir þú þína íbúð með þessum vankanti. Þetta setur þig og frænda þinn í sérkennilega stöðu. Það er ekkert útigangsfólk á Seltjarnarnesi. Þar er mjög lítill félagslegur vandi, lág glæpatíðni og mikil nálægð við náttúru. Þetta eru lífsgæði sem allir eiga að fá að njóta, ekki bara þeir sem hafa efni á að kaupa sér þau. Það er líka ekkert leikhús á Seltjarnarnesi. Það er engin Sinfóníuhljómsveit Sel- tjarnarness. Það er hins vegar til staðar í reykjavík og er, ásamt alls konar annarri þjónustu, niðurgreitt af borginni. Það er því mjög ósanngjarnt að ríkt fólk nýti sér þjónustuna án þess að borga fyrir hana.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93

x

Kjarninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.