Kjarninn - 03.10.2013, Side 56
Á
undanförnum árum hafa miklar breytingar
orðið í samgöngumálum á höfuðborgar-
svæðinu. Sífellt bætist í hóp þeirra sem nota
reiðhjól og ný samgöngutæki af ýmsum
gerðum hafa bæst í hópinn. Þessi nýju tæki og
þá einkum vél- eða rafknúin hjól hafa vakið spurningar um
hvaða reglur gildi um notkun þeirra, þ.e. hvar má nota þau,
hverjir mega það og hvaða skilyrði þarf að uppfylla. Í þessum
pistli verður þeim spurningum svarað.
Hverjar eru reglurnar?
Samkvæmt umferðarlögum flokkast lítil vél- eða rafknúin
ökutæki, sem hönnuð eru til aksturs frá 8 km og upp í 25
km á klukkustund, sem reiðhjól. Allar sömu reglur og gilda
samkvæmt lögum og reglugerðum um reiðhjól eiga því við
um þessi farartæki, að því frátöldu að samkvæmt umferðar-
lögunum er ekki heimilt að aka þessum tækjum á akbraut,
meðan önnur reiðhjól mega vera þar. Þessi tæki, hvort heldur
sem þau eru rafdrifin eða bensíndrifin, eru því einungis
heimil á gangstéttum og stígum, hjálmaskylda á við um þau
fyrir börn að 15 ára aldri og bannað er að reiða farþega nema
þá ung börn í sérstaklega hönnuðu sæti, svokölluðum barna-
stól. Þessi hjól eru ekki skráningarskyld og ekki er skylda að
tryggja þau líkt og á við um um önnur vél- og rafknúin öku-
tæki. Engin aldurstakmörk gilda um notkun þessara hjóla en
í leiðbeiningum Umferðarstofu er ekki mælt með því að börn
yngri en 13 ára noti slík hjól.
Hvers vegna eru reglurnar svona?
Þessar reglur hafa vakið spurningar hjá mörgum því þessi
tæki eru oftar en ekki fyrirferðarmikil og geta þrátt fyrir
hraðatakmarkanir farið hratt yfir á gangstéttum og stígum
þar sem þau eiga heima, og falla því ekki alltaf vel að umferð
gangandi vegfarenda. En af hverju er regluverkið svona?
Ástæðan virðist vera sú að upp úr síðustu aldamótum fór
að bera á áhuga fólks á að flytja inn til landsins vélknúin
hlaupahjól. Miðað við gildandi lög var ekki unnt að flytja slík
tæki inn nema sem skráningarskyld ökutæki og þar með var
notkun þeirra bundin við akbrautir en bönnuð á gangstéttum
og stígum. Til þess að bregðast við þessu var lögunum breytt
árið 2004 og ákveðið að slík tæki, sem næðu allt að 15 km/
klst. hraða, skyldu flokkuð sem reiðhjól og að notkun þeirra
væri bundin við gangstéttir og stíga. Árið 2007 taldi Alþingi
ástæðu til þess að útvíkka þessa skilgreiningu með því að
hækka hámarkshraða þessara tækja upp í 25 km/klst. án þess
að það væri rökstutt nánar.
Vandi við eftirlit
Undir þessa skilgreiningu laganna á reiðhjólum flokkast
ekki einungis vélknúin hlaupahjól, sem raunar ber lítið á um
þessar mundir, heldur einnig rafmagns- og vélknúin tvíhjól
sem til eru í ýmsum gerðum og útfærslum. Af hálfu framleið-
enda og seljenda þessara hjóla er í flestum tilvikum séð til
þess að þau komist ekki hraðar en 25 km/klst. til að tryggja
þessa flokkun hjólanna en auðvelt virðist vera að fjarlægja
þann útbúnað í flestum tilvikum. Af útliti eða gerð hjólanna
má heldur ekki ráða með augljósum hætti hvort þau eru búin
þessum hraðatakmarkara og því getur eftirlit með þessu
verið tafsamt og snúið. Lögin fjalla heldur ekki um reiðhjól
sem bæði er knúið áfram með stig- eða sveifarbúnaði, eins og
það er kallað í lögunum, og með rafmagnsmótor. Hvort telst
það hefðbundið reiðhjól eða rafknúið tæki, sem þar með er
óheimilt að nota á akbrautum? Framangreind atriði og fleiri
til gera eftirlit og eftirfylgni lögreglu með notkun þessara
tækja erfitt svo ekki sé meira sagt.
Hvað er til ráða?
Ljóst er að löggjöfin á þessu sviði hefur ekki fylgt eftir þeirri
þróun sem orðið hefur að undanförnu á sviði raf- og vél-
knúinna reiðhjóla. Breytingarnar sem gerðar voru á lögunum
árið 2004 voru til þess að mæta ákveðinni tískubólu vegna
vélknúinna hlaupahjóla en sú breyting og útvíkkunin 2007
opnaði fyrir notkun enn fleiri og fjölbreyttari tækja sem
reiðhjóla, sem eru fyrir vikið ekki skráningarskyld og engar
kröfur gerðar lögum samkvæmt um notkun hlífðar búnaðar,
ef frá er talin skylda til notkunar hjálma sem gildir þó
einungis fyrir börn undir 15 ára aldri. Eðlilegt er að fjallað sé
um þessi tæki með skýrum hætti í lögum, að undangengnu
mati á því hvar megi nota þessi tæki, hvaða aldurstakmörk
eigi að setja og önnur skilyrði, t.a.m. um hlífðarbúnað,
tryggingar o.fl. Að mínu mati er rétt að þeirri vinnu verðið
hraðað og breytingar gerðar við fyrsta tækifæri á umferðar-
lögum, en málið ekki látið bíða eftir heildarendurskoðun
laganna sem staðið hefur yfir mörg undanfarin ár.
Gölluð lög
sem þarfnast
endur skoðunar
01/01 kjarninn pistill
pistill
Stefán Eiríksson
lögreglustjóri á
höfuðborgarsvæðinu
leiðbeiningar Umferðarstofu
um notkun vél- og rafknúinna
hjóla
smelltu til að sjá mynd-
band Umferðarstofu um
hjólreiðar
smelltu til að sjá
myndband Umferðarstofu
um létt bifhjól