Kjarninn - 03.10.2013, Side 60

Kjarninn - 03.10.2013, Side 60
02/02 kjarninn Dómsmál sem tvímenningarnir höfðu rétt til að selja Dagsbrún hluta- bréfin aftur á tilteknu verði og að liðnum ákveðnum tíma. Dagsbrún var skipt upp í tvö félög í nóvember 2006, annars vegar Teymi hf. og hins vegar Íslenska afþreyingu hf. Í júní 2009 sendi Svenn Dam félögunum bréf þar sem farið var fram á inn- lausn hlutabréfanna samkvæmt hluthafasamkomulaginu. Krafa hans var samþykkt af hálfu Teymis og í samræmi við nauða- samninga félagsins fékk hann 20 prósent af kröfum sínum í formi hlutafjár í Teymi. Bú 365 Media Scandinavia A/S var tekið til gjaldþrotaskipta í október 2008 og lauk skiptameðferð á búinu í desember 2009 sem eignalausu. Skiptastjóri Íslenskrar afþreyingar ákvað að líta á erindi stjórnarformannsins sem kröfulýsingu í þrotabú félagsins og hafnaði kröfunni með bréfi í september 2009. Gunnar Smári hefði ekki haft umboð stjórnar Dagsbrúnar til að gera umræddan hluthafasamning. Ágreiningurinn endaði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, sem hafnaði tæplega 65 milljóna króna kröfu fyrrverandi stjórnar formanns 365 Media Scandinavia í þrotabú Íslenskrar afþreyingar. Umrætt valréttarákvæði þótti óvenjulegt og mikils- háttar ákvörðun í skilningi laga um hlutafélög og slíkar ráð- stafanir gæti framkvæmdastjóri ekki gert nema samkvæmt sérstakri heimild stjórnar Dagsbrúnar. Óumdeilt var í málinu að ekki var að finna í fundargerðum stjórnar Dagsbrúnar að Gunnari Smára hefði verið veitt heimild til að gera umrædda samninga fyrir hönd félagsins. Umboð hans var því talið ósannað og var úrskurður héraðsdóms staðfestur í Hæstarétti í febrúar 2011. Krafa tvímenninganna nú byggist á því að héraðsdómur og Hæstiréttur hafi staðfest að Gunnar Smári, þáverandi fram- kvæmdastjóri Dagsbrúnar, hafi verið umboðslaus við gerð hlut- hafasamninganna og er þess krafist að skaðabótaskylda hans verði viðurkennd vegna þess. Til að geta sótt skaðabætur þurfa fyrrverandi stjórnendur Nyhedsavisen að sýna fram á tjón, en tryggingafélaginu Sjóvá er sömuleiðis stefnt vegna stjórnenda- ábyrgðartryggingar. Tryggingafélagið hafnar kröfunni. Aðalmeðferð í málinu fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.