Kjarninn - 03.10.2013, Síða 61

Kjarninn - 03.10.2013, Síða 61
01/01 kjarninn dómsmál H inn 27. september síðastliðinn birtist frétt á vef The Guardian um að Landsbankinn hf. hefði farið fram á lengri tíma til endurgreiðslu á skuldabréfi, annars yrði bankinn gjaldþrota. Aðspurður sagði Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, að þetta væri ekki rétt. Þetta vekur minningar frá árinu 2008, þegar margar sambærilegar fréttir birtust um fjármálafyrirtæki og fjárhagslega stöðu þeirra. Sammerkt með þeim flestum voru viðbrögð fyrirsvarsmanna, sem sögðu ekki vera fót fyrir þeim. Í ljósi reynslunnar er áhugavert að skoða skyldur stjórnar- manna hlutafélaga þegar vafi leikur á um greiðslufærni félaganna á grundvelli laga um hlutafélög og gjaldþrotaskipti. Frétt The Guardian og viðbrögð bankastjóra Í frétt The Guardian frá 27. september segir meðal annars: „At a meeting on Friday in London with creditors to the old bank, which include the British and Netherlands governments, Icelandic negotiators are understood to have said New Landsbanki will go bust if it is forced to stick to a steep repayment schedule, in euros, from the start of next year.“ Í fréttum Ríkisútvarpsins daginn eftir var haft eftir Stein- þóri Pálssyni að bankinn væri ekki á leið í þrot. Meðal annars kom þar fram: „Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir þetta ekki rétt. Staða bankans sé til skamms tíma litið góð, en vegna óvissu til lengri tíma hafi verið óskað eftir að lengja lánstímann.“ Lagareglur um skyldu stjórnarmanna Í 1. mgr. 105. gr. hlutafélagalaganna er kveðið á um skyldu stjórnar félags til að gefa bú þess upp til gjaldþrotaskipta ef skilyrði gjaldþrotalaga eru uppfyllt. Nánar er mælt fyrir um þessi skilyrði í 64. gr. laga um gjaldþrotaskipti. Sam- kvæmt ákvæðinu er stjórn hlutafélags skylt að gefa það upp til skipta geti félagið ekki staðið í fullum skilum við lánar- drottna sína þegar kröfur þeirra falla í gjalddaga og ekki er talið sennilegt að greiðsluörðugleikar muni líða hjá innan skamms tíma. Ógreiðslufærni Samkvæmt gjaldþrotarétti er félag talið ógreiðslufært þegar því er ófært að standa við skuldbindingar sínar þegar þær falla í gjalddaga. Þessi aðstaða getur verið uppi þótt engin krafa á hendur félaginu sé gjaldfallin eða í vanskilum. Félag getur verið ógreiðslufært jafnvel þótt það sé í fullum skilum við alla kröfuhafa sína. Til dæmis getur það verið rekið með halla og stöðugu tapi – og aðeins verið tímaspursmál hvenær félagið geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Stjórn félags þarf að horfa fram á veginn við mat á því hvort greiðsluþrot er fyrirsjáanlegt. Hún þarf sérstaklega að kanna kröfur á hendur félaginu og tekjur þess. Við mat á langtímalánum þarf til að mynda að kanna endurgreiðslu- áætlanir vel og meta þær með hliðsjón af framtíðartekjum. Meta þarf hvern gjalddaga sérstaklega og áhrif greiðslufalls eða vanskila hans á aðrar skuldbindingar félagsins. Margir samningar eru þess eðlis að ef kröfuhafi gjaldfellir einn slíkan gjaldfalla aðrir um leið. Þar af leiðandi þarf að meta greiðslufresti og mögulega samninga um slíka fresti. Við mat á framtíðartekjum félags er auðvitað litið til aflahæfis þess. Þar skiptir miklu hvort félagið getur gengið á eignir sínar og tekið fé að láni til að standa við aðrar skuld- bindingar sínar. Þá er horft til þess hvort unnt er að afla nýs hlutafjár í félaginu. Innan skamms tíma Eins og lýst var að framan er stjórn hlutafélags skylt að gefa það upp til skipta geti félagið ekki staðið í fullum skilum við lánardrottna sína þegar kröfur þeirra falla í gjalddaga og ekki er talið sennilegt að greiðsluörðugleikar muni líða hjá innan skamms tíma. Stjórnin verður að vera meðvituð um að skyldan til að gefa félagið upp til skipta stofnast þrátt fyrir að bankinn geti að einhverju leyti efnt skuldbindingar sínar. Félagið verður að geta staðið í fullum skilum. Orðasambandið innan skamms tíma er matskennt og getur verið túlkað á mismunandi hátt eftir því hvaða atvinnu- grein er um að tefla. Þrátt fyrir það hefur ekki verið talið að með þessu sé átt við marga mánuði eða jafnvel ár. Skyldan stofnast hins vegar ekki ef aðeins er um að ræða tímabundin vanskil, ef fyrirsjáanlegt er að greiðslustaðan muni batna. Líkurnar á ógjaldfærni félags aukast eftir því hversu langan tíma skuldari er líklegur til að vera ófær um að greiða útistandandi skuldir. Skaðabótaskylda stjórnar Ef fyrirséð er að félag er ógreiðslufært og stjórn félags- ins frestar því að gefa félagið upp til skipta geta einstakir stjórnar menn borið skaðabótaábyrgð á tjóni sem hlýst af töfinni. Við mat á skaðabótaskyldu er litið til fjölmargra atriða eftir því hvernig staðan er á hverjum tíma. Sé félag til að mynda á barmi greiðsluþrots en einhverjar líkur á því að ástandinu linni er talið ólíklegra að stjórnarmenn verði dæmdir skaðabótaskyldir. Ef hins vegar stjórnarmenn vita eða mega vita að félagið stefni í þrot er líklegra að þeir gætu talist skaðabótaskyldir. Við þetta mat bætist einnig sérstök skylda kröfuhafa til að rannsaka hag félagsins, þar á meðal uppgjör félagsins og ársreikninga. Hafa ber þó í huga að ef stjórnendur félags vita eða mega vita að þessi gögn gefa ekki rétta mynd af fjár- hagnum geta þeir orðið skaðabótaskyldir gagnvart kröfu- höfum sem veittu félaginu lán í trausti þess að bókhaldið væri í lagi. Þetta gildir jafnframt þótt skylda til að gefa félag upp til skipta hafi ekki raknað við. Sé sýnt fram á að félag sé ógreiðslufært á tilteknu tíma- marki getur stjórn félagsins borið persónulega ábyrgð á þeim skuldbindingum sem hún samþykkir fyrir hönd félagsins eftir það tímamark. Undir vissum kringumstæðum getur ábyrgð stjórnarmanna náð til tjóns lánardrottna, hluthafa og jafnvel félagsins sjálfs, verði það fyrir frekara tapi eftir tímamark ógreiðslufærni. Staða Landsbankans hf. Gjalddagar umræddra skuldbindinga Landsbankans við þrotabú gamla bankans eru ekki fyrr en á næsta ári, ef marka má fyrrgreindar fréttir. Viðræður standa nú yfir um greiðslufrest. Því er ekki hægt að fullyrða um hvort Lands- bankinn sé ógreiðslufær þannig að hann geti ekki staðið í fullum skilum við lánardrottna sína. Ekki verður heldur staðhæft um það hvort meintir greiðsluörðugleikar bankans muni líða hjá innan skamms tíma. Um það skortir betri upp- lýsingar. Þær upplýsingar sem þó liggja fyrir eru að The Guardian, eitt virtasta dagblað í heimi, fullyrðir að Landsbankinn hafi lýst því yfir við helsta kröfuhafa sinn, þrotabú gamla Landsbankans, að hann geti ekki staðið í fullum skilum á næstu gjalddögum. Þrátt fyrir að bankastjóri Landsbankans vísi þeim fullyrðingum á bug hefur hann ekki veitt frekari útskýringar. Gera má ráð fyrir að stjórn bankans hafi fengið þær og hafi öll nauðsynleg gögn undir höndum um framtíðar stöðu bankans. Ef svo er ekki ber henni skylda til að afla þeirra tafarlaust. Á árinu 2008 birtust margar fréttir í erlendum fjölmiðlum um ástand íslenskra fjármálafyrirtækja. Viðbrögð forstjóra þeirra voru öll á sama veg; þeir héldu því fram að neikvæðu fréttirnar væru rangar. Raunin varð hins vegar önnur og eins og síðar hefur komið í ljós voru mörg þeirra félaga ógreiðslu- fær strax á árinu 2008. Sum jafnvel enn fyrr. Af þessu má leiða að ef nú er fyrirséð að Landsbankinn geti ekki staðið í skilum við lánardrottna sína að fullu og greiðsluörðugleikarnir muni ekki líða hjá innan skamms tíma beri stjórn hans skylda til að gefa hann upp til skipta. Að öðrum kosti kann stjórnin að hafa bakað sér skaðabóta- ábyrgð vegna tjóns sem hlotist getur af töfum á því að skiptameðferð hefjist. Greiðslufærni Landsbanka og skyldur stjórnarmanna Álit Tómas Hrafn Sveinsson lögmaður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.