Kjarninn - 03.10.2013, Page 75

Kjarninn - 03.10.2013, Page 75
02/05 kjarninn Exit einnig haldið úti hinum frábæru skemmti kvöldum „Undir áhrifum“ á Kaffibarnum. Guðmundur er tiltölu- lega nýfarinn að semja tónlist, allavega sem hann flytur opinberlega, en hann er nokkuð lunkinn grafískur hönnuður og á meðal annars heiðurinn að grafísku útliti LungA á Seyðisfirði. Fyrsta útgáfa Good Moon Deer var margmiðlunarverkið Blur, sem var samblanda staf- rænnar smáskífu og HTML5-heimasíðu. Tónlist Good Moon Deer er rafrænn og djassskotinn bræðingur þar sem sundurklippt og brotin sömpl halda fast í hendur lifandi trommutakta sem Ívar knýr áfram. Á köflum minnir þetta tvíeyki á erlenda framámenn á borð við The Books, Four Tet og Prefuse 73 og er óhætt að segja að þeir séu alveg sér á báti á Íslandi. Grísalappalísa Þessi rúmlega ársgamli sextett er skipaður tónlistar- mönnum á miðjum þrítugsaldri sem flestir hafa verið saman í hljómsveitum frá unglingsaldri og hafa sett mark sitt á íslensku jaðartónlistarsenuna. Gítarleikarinn Albert Finnbogason og bassaleikarinn Bergur Thomas Anderson eru báðir úr Breiðholti og hafa spilað saman í nokkrum hljómsveitum alveg frá því að þeir gengu í grunnskóla. Trymbillinn Sigurður Möller Sívertsen Smelltu til að hlusta á Good Moon Deer

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.