Kjarninn - 03.10.2013, Page 76

Kjarninn - 03.10.2013, Page 76
03/05 kjarninn Exit og annar söngvaranna, Gunnar Ragnarsson, voru saman í hljómsveitinni Jakobínarína. Einnig eru í hljómsveitinni saxófón- leikarinn Tumi Árnason og söngvarinn Baldur Baldursson. Hljómsveitin sendi í sumar frá sér fyrstu breiðskífu sína, ALI, og er hún ein tryllingslegasta og skemmtilegasta rokk- skífa sem komið hefur út í nokkur ár á Íslandi. Textar þeirra eru yfirleitt myrkir og sungnir á íslensku í ljóð- rænum og prósastíl af þeim Baldri og Gunnari. Söngstíll Baldurs minnir einna helst á súrrealíska Medúsuskáldið Sjón og Gunnar minnir á köflum á Nick Cave á sínum villtustu árum. Hljómsveitin er þétt og bræðir saman áhrifum héðan og þaðan, þar á meðal úr þýsku súrkáls- rokki, bresku síðpönki, íslenskri nýbylgju níunda ára- tugarins og frá sjálfum Megasi. Tónleikar Grísalappalísu eru afar fjörugir og sveittir. KAJAK KAJAK steig fram á sjónarsviðið á þessu ári og er hér á ferðinni metnaðar- fullur rafpoppdúett sem sækir áhrif sín í rafpoppsenu Gauta- borgar í Svíþjóð, sem getið hefur af sér flytjendur á borð við Jens Lekman, The Tough Alliance, CEO, Air France og fleiri góða. Fyrsta smáskífa KAJAK, Gold Crowned Eagle, hefur notið tölu- verðrar hylli nýverið og er von á breiðskífu Smelltu til að hlusta á Grísalappalísu Smelltu til að hlusta á KAJAK

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.