Kjarninn - 03.10.2013, Side 88

Kjarninn - 03.10.2013, Side 88
04/04 kjarninn Exit vélarnar, þar sem stutt flugþol var helsti þröskuldur- inn í áætlunarflugi á þessum tíma. Framúrstefna Þessar hugmyndir minna á verkefni Archigram-hópsins, sem var áberandi á sjöunda áratugnum með hugmyndir og teikningar sem voru skemmtilegar, listrænar og fram- úrstefnulegar. Archigram er þekkt fyrir hugmynda fræði sína og blaðaútgáfu en ekki byggð verkefni. Hugmyndir hópsins snerust um framtíðina, risamannvirki og þróun borga. Lögð var áhersla á hreyfanlegar og síbreytilegar borgir sem áður var bara að finna í vísindaskáldskap. Archigram hafði áhrif á marga arkitekta, til dæmis hönnuði Pompidou-safnsins í París, Richard Rogers og Renzo Piano, en sá síðarnefndi er einnig arkitekt flug- vallarins í Osaka í Japan sem byggður er á gervieyju. Það er mikilvægt að velta upp hugmyndum og skoða þau tækifæri sem felast í framtíðinni líkt og verið er að gera í verkefninu „Possible Greenland“. Þannig er líklegra að hægt sé að takast á við verkefni framtíðarinnar vel undirbúinn og í sátt við náttúruna og samfélagið. Getum við nýtt hafið undir mannvirki frekar en land? Í staðinn fyrir að staðsetja stórskipahöfn sem kannski verður aðeins þörf fyrir í takmarkaðan tíma (hugsað í tugum ára) í ósnertri náttúru, gætum við komið henni fyrir á fljótandi flug-skipahöfn sem staðsett er við ströndina? Hreyfanleg og breytileg mannvirki geta haft minna fótspor í um- hverfinu en þau hefðbundnu. Ef við ætlum að bora eftir olíu á viðkvæmum svæðum í Norður-Íshafi, væri þá hægt að staðsetja fljótandi eyju á hafi úti með björgunar- og umhverfis slysasveit auk annarrar þjónustu og stytta þar með viðbragðstímann ef eitthvað kæmi upp á? Öll mann- virki hafa einhvers konar umhverfisáhrif hvort sem þau eru á landi eða hafi en við sem viljum vera ábyrg kynslóð ættum kannski að stíga varlega til jarðar og reyna að skilja sem minnst eftir af óafturkræfum fótsporum þar sem við höfum aðeins umráð yfir landinu í nokkra tugi ára.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.