Kjarninn - 03.10.2013, Side 89

Kjarninn - 03.10.2013, Side 89
M ataræði sveiflast í takt við tískustrauma með jafnvel ýktari hætti en fatatíska. Þróunin er samt almennt á þá leið að sífellt fleiri þjást af offitu og er vanda- málið orðið svo stórt að hægt er að tala um alheimsfaraldur. Til dæmis eru nú fleiri of feitir en of grannir í Kína. Bókin Salt, Sugar and Fat leiðir lesandann í gegnum söguna og tilgreinir helstu ástæður þess að staðan er jafn alvarleg og raun ber vitni. Matvælaiðnaðurinn veltir gríðarlegum fjárhæðum á hverju ári og unnin matvæli seljast fyrir meira en billjón (þúsund milljarða) Bandaríkjadala á hverju ári. Í Salt, Sugar and Fat er kastljósinu beint að stærstu fyrir- tækjunum í matvæla framleiðslu í Bandaríkjunum. Þar er sagt frá leynifundi þar sem allir lykilaðilarnir í greininni hittust til að ræða tengsl unninna matvæla við offitu og hvað væri til ráða. Í stuttu máli var fundinum slitið án þess að samstaða næðist um að axla ábyrgð. Síðan eru liðin fjórtán ár og lítið eða ekkert hefur breyst. Michael Moss, höfundur bókarinnar, er rannsóknarblaðamaður á New York Times og hefur unnið til hinna virtu Pulitzer- blaðamannaverðlauna. Salt, Sugar and Fat ber þess merki að vel hafi verið vandað til heimildaöflunar og höfundurinn hefur hitt ógrynni bæði fyrrverandi og núverandi starfsmanna matvælaframleiðenda til að afla sér upplýsinga. Einnig spila samtöl við fremstu visindamenn heims á þessu sviði mikilvægt hlutverk í að auka trúverðugleika Fjárhagslegt heilbrigði eftir Dögg Hjaltalín 01/03 kjarninn Exit Smelltu til að heimsækja heimasíðu Michael Moss

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.