Kjarninn - 03.10.2013, Page 90

Kjarninn - 03.10.2013, Page 90
02/03 kjarninn Exit bókarinnar og þeirra staðreynda sem þar eru settar fram. Moss eyddi samtals þremur og hálfu ári í rann- sóknarvinnu fyrir bókina. Matvælaframleiðendur í Bandaríkjunum hafa verið mjög markaðssinnaðir en ákveðin þáttaskil urðu samt í áróðri stærstu matvælafyrirtækjanna þegar General Foods sameinaðist tóbaksframleiðandanum Philip Morris. Sú áróðursmaskína sem tóbaksframleiðendur voru vanir að nota til að auka sölu á tóbaki og að sann- færa neytendur um að reykingar væru ekki skaðlegar var þá heimfærð á matvælaiðnaðinn. Merkilegt er einnig að lesa um tilurð margra þekkt- ustu vörutegunda Bandaríkjanna. Þar að baki liggja reiknilíkön sem reikna út hvað neytendum þykir best en ekki notast við rýnihópa og aðrar einfaldari aðferðir. Sykur, salt og fita kalla fram líkamleg viðbrögð og sækj- um við í vellíðunina sem fylgir neyslu þessara matvæla. Mikil rannsóknarvinna Michael Moss er virtur á sínu sviði og hefur meðal annars unnið til Pulitzer-verðlauna. Smelltu til að lesa um næringar innihald matvara

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.