Kjarninn - 03.10.2013, Page 91

Kjarninn - 03.10.2013, Page 91
03/03 kjarninn Exit Það er ekki bara verið að spila á bragðlaukana, það er verið að spila á tilfinningar og líkamleg viðbrögð sem ekki einu sinni upplýstir neytendur geta streist á móti. Salt, Sugar and Fat er frábærlega vel skrifuð bók og tekst að fjalla um hlutina á mjög hlutlausan hátt. Staðreyndirnar dæma sig alfarið sjálfar. Sagan er síðan krydduð með skemmtilegum lýsingum á vísinda- mönnum sem hafa fundið upp vörur sem eru daglegir gestir á mörgum bandarískum heimilum. Bókin fjallar um matvælaiðnaðinn út frá sögunni, fjárhagslegum staðreyndum, markaðslegum áherslum og vísindalegum staðreyndum. Fjölbreyttara samansafn af fróðleik finnst ekki í mörgum bókum og það gerir hana mjög skemmtilega aflestrar. Ég óttaðist að bókin væri of mikil predikun og í anda þeirra bóka sem fjalla eingöngu um heilbrigt mataræði en sú er alls ekki raunin. Staðreyndir eru látnar tala sínu máli og í hnotskurn útskýrir bókin hvernig næringar- innihald og hollusta hafa lútið í lægra haldi fyrir fjárhags legu heilbrigði matvælafyrirtækjanna.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.