Kjarninn - 26.12.2013, Side 15
Deildu með
umheiminum
Álit
skörp hægri beygja
Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, skrifar.
Á
rið 2013 hefur um margt verið merkilegt og
eftirminnilegt í pólitíkinni. Stærsta kosninga-
loforð allra tíma var í brennidepli í kosninga-
baráttunni. En eins tel ég að sjaldan eða
aldrei hafi jafn skörp skil orðið í áherslum
við ríkisstjórna skipti. Skilin milli ríkisstjórnar jafnaðar- og
félagshyggju og þeirrar hægri ríkisstjórnar sem tók við nú
í vor eru nefnilega alveg ótrúlega skörp og beygjan tekin til
hægri strax á sumarþingi og nú á haustdögum í fjárlögum.
lægstu tekjuhóparnir skildir eftir
Í fjárlagafrumvarpi má glögglega sjá stóru línurnar í stefnu
ríkisstjórnarflokka hverju sinni. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks er nú í þessum skrifuðu orðum að klára
sín fyrstu fjárlög og bera þau skarpri hægri beygju sem tekin
hefur verið í okkar samfélagi gott vitni. Ekki
er að finna þar eina einustu tillögu sem bæta
mun kjör þeirra sem lægstar tekjur hafa
í okkar samfélagi. Skattalækkanir fá þeir
einir sem eru í efri- og millitekjuþrepi og þá
mest eftir því sem tekjurnar verða hærri.
Á sama tíma eru skráningargjöld á náms-
menn hækkuð, verðlagsbreytingar látnar
ganga í gegn og gjöld hækkuð sem hlífa síst
lágtekjuhópunum. Komugjöld á sjúkrahús
ætluðu menn að innleiða en sem betur fer
tókst okkur að stöðva þau áform í samningum um þinglok
ásamt því að ná því í gegn að desemberuppbót yrði greidd til
atvinnuleitenda. Þá verð ég að nefna að skuldaleiðréttingar
sem kynntar hafa verið skila sér að minnstu leyti til þeirra
sem lægstar hafa tekjurnar og alls ekki til þeirra sem eru á
leigumarkaði þó að þeir hafi fengið forsendubrestinn að fullu
inn í leigugreiðslur.
Breiðu bökin
Þá er hafist handa við það að lækka vaxtabætur í fyrstu fjár-
lögum þessarar ríkisstjórnar sem kemur verst niður á þeim
sem skulda mest, unga fólkinu sem er að koma sér upp þaki
yfir höfuðið. Ríkisstjórnin hefur haldið því fram að ástæða
þessara breytinga sé að fjármagna þurfi heilbrigðiskerfið
með þessum fjármunum. Ja, heyr á endemi. Flestir vita nú
betur þegar ljóst er að ástæðan er sú að fyrsta verk þessarar
ríkisstjórnar á sumarþingi var að afsala sér tekjum vegna
einkaleyfa til nýtingar á þjóðarauðlindum. Breiðu bökin til
að bera þetta afsal tekna fann ríkisstjórnin í lægstu tekju-
hópunum í samfélaginu, námsmönnum og fátækasta fólkinu
i heiminum sem við sendum niðurskorna þróunaraðstoð til
þessi jólin. Þessi stefna sem felst í ofangreindum breytingum
og fleirum mun færa okkur meiri ójöfnuð með tilheyrandi
vanda sem honum fylgir.
deilt með fjórum
Kannski finnst þér, lesandi góður, ég óttalega neikvæð svona
í lok árs en mér stendur bara ekki á sama um þessa stefnu-
breytingu og er henni alls ekki sammála. Eitt ætla ég þó að
vera þakklát fyrir og það er að niðurstaða hafi náðst í stærsta
kosningamál allra tíma; loforð Framsóknarflokksins um að
lækka verðtryggð húsnæðismál landsmanna. Það mun skipta
mörg heimili máli og það mun ekki standa á mér að styðja
það. Niðurstaðan er þó kannski ekki í takt
við loforðin, ekki nema rétt um fjórðungur
þess sem lofað var en þó það. Fjármögnunin
er áhyggjuefni, þar sem hrægammaféð sem
átti að vera handan við hornið er fjær en
Excel-skjal framsóknarmannanna sagði til
um í vor, en það verður verkefni þingsins á
næstunni að fara yfir það. Tvennt finnst mér
standa upp úr varðandi þessa niðurstöðu: Í
fyrsta lagi að skýrsla starfshópsins sýnir að
mun meira var gert á síðasta kjörtímabili
en látið var í veðri vaka og þessar tillögur
eingöngu framhald á þeim aðgerðum fremur
en heimsmet. Enda byggja þessar tillögur
á því sem fyrir hafði verið gert. Í öðru
lagi hef ég lært að deila má með fjórum í
kosninga loforð Framsóknarflokksins miðað
við efndirnar í skuldaleiðréttingunum og
auknum framlögum til Landspítalans.
þakkir
Vil ég í lokin þakka öllum þeim sem við fengum að starfa
með að framfaramálum bæði innan ríkisstjórnar og utan nú
eftir kosningar. Það er mikill kraftur í íslensku samfélagi
og við í Samfylkingunni hlökkum til að taka áfram
þátt í að gera það sterkara, réttlátara og betra. Við
munum berjast fyrir bættum lífskjörum, betra um-
hverfi fyrir fjölbreytt atvinnulíf og jöfnum rétti allra
einstaklinga til að lifa frjálsir í samfélagi okkar.
Óska ég ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og far-
sældar á komandi ári. Lifið heil!
„Skatta lækkanir
fá þeir einir sem
eru í efri- og
millitekjuþrepi
og þá mest eftir
því sem tekjurnar
verða hærri.“
um HöFundinn
Katrín Júlíusdóttir
er varaformaður
Samfylkingarinn-
ar og fyrr verandi
iðnaðar- og
fjármála ráðherra
01/01 kjarninn ÁLit
„Fjármögnunin er
áhyggjuefni, þar
sem hrægammaféð
sem átti að vera
handan við hornið
er fjær en Excel-
skjal framsóknar-
mannanna sagði
til um í vor, en það
verður verkefni
þingsins á næstunni
að fara yfir það.“