Kjarninn - 26.12.2013, Side 17
Deildu með
umheiminum
Álit
spennandi tímar
fram undan
Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður
Framsóknarflokksins, skrifar
Á
n efa var stærsti viðburðurinn í mínu lífi á
árinu fæðing dóttursonar. Annað „afabarnið“
mitt og annar strákurinn. Galdrar lífsins og
fegurð endurspeglast fölskvalaust í nýfæddu
barni og gagnvart því stendur maður orðlaus
af hrifningu og aðdáun. Svo er einnig um mig.
En að hefðbundnari verkefnum daglegs lífs; alþingis-
maður hefur í mörg horn að líta. Ekki síst þegar árið hefst
í stjórnarandstöðu en lýkur í stjórnarmeirihluta og með
ráðherrastól í ofanálag. Það er freistandi að skrifa um það
sem gerðist eftir kosningar, svo mikið hefur gengið á, en
ætli sé ekki réttara að byrja á byrjuninni. Árið fór ágætlega
af stað fyrir Framsóknarflokkinn. Stuttu eftir að niðurstaða
lá fyrir í svokallaðri Icesave-deilu var ljóst að fleiri en áður
voru tilbúnir að hlusta á málflutning okkar. Megináhersla
flokksins fyrir kosningarnar í vor var á skuldamálin. Alveg
eins og fyrir kosningarnar 2009. Þótt lítillega hefði mjakast
var það engan veginn nóg. Ég tel að þessi tvö mál skýri góðan
árangur okkar í kosningunum.
Sumarþingið var sett og stærsta mál minna ráðuneyta
var að breyta lögum um innheimtu veiðigjalda. Gildandi lög
gerðu það að verkum að ekki var hægt að innheimta sérstakt
veiðigjald og því var nauðsynlegt að breyta lögunum. Á því
leikur enginn vafi og einfaldlega rangt að halda öðru fram,
þótt margir hafi ekki staðist þá freistingu, sérstaklega þeir
sem settu hin gölluðu lög. Auk þess var ljóst að byrðunum
var mjög misskipt milli útgerðarflokka og við því varð að
bregðast. Markmiðið var að verja smærri og millistórar
bolfiskútgerðir víðs vegar um landið. Það má þó geta þess
að sú aðgerð að lækka veiðigjald til þeirra hafði ekki áhrif
á heildartekjurnar, því við hækkuðum gjöldin á uppsjávar-
tegundir, þar sem afkoman er betri. Og hafa verður í huga að
sjávarútvegurinn hefur aldrei greitt eins mikið í ríkissjóð og
í ár.
Málefni sjávarútvegsins á Íslandi verða að komast í
viðunandi horf. Allt of lengi hefur verið deilt um þessa mikil-
vægustu atvinnugrein okkar. Nú er því unnið að svokallaðri
samningaleið í sjávarútvegi, sem gengur út á að gera leigu-
samning við útgerðir um nýtingu á sameiginlegri auðlind í
hafinu. Fyrir það greiðir útvegurinn leigu-
gjald en fær í staðinn fyrirsjáanleika til
ákveðins árafjölda, 20-25 ár. Af einstökum
verkefnum sem unnin eru á vegum sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðuneytisins tel
ég þetta vera hið mikil vægasta. Ekki síst í
ljósi þess, og því hef ég kynnst af eigin raun
undanfarna mánuði, að sjávar útvegurinn
er svo miklu meira en bara veiðar og
vinnsla. Sem dæmi má nefna að velta tækni-
fyrirtækja í sjávarklasanum nam tæpum
66 milljörðum árið 2012 og við þetta bætist
vinnsla á svokölluðum aukaafurðum og í
líftækni. Samanlögð velta í þessum geira var
22 milljarðar árið 2012.
Þau gleðilegu tíðindi hafa orðið að
mikil spurn er eftir íslenskum mat og
bændur, bæði í kjötframleiðslu og mjólkur-
framleiðslu, hafa verið hvattir til að framleiða meira. Svo-
kallað ásetningshlutfall í sauðfjárrækt hefur verið hækkað
og þá hefur framleiðsluskylda kúabænda verið hækkuð.
Aukin spurn eftir mjólkurmat, sérstaklega feitmeti, hefur
slegið öll met á undanförnum mánuðum og virðist lítið lát á.
Svo virðist sem neyslumynstur landans hafi breyst og einnig
hefur stórfjölgun ferðamanna áhrif á eftirspurnina. Allt eru
þetta vísbendingar um að matarframleiðsla á Íslandi eigi í
vændum spennandi tíma.
Góðan samhljóm mátti greina á meðal þátttakenda á
Umhverfis þingi sem haldið var í byrjun nóvember. Fjallað
var um skipulag lands og hafs, sjálfbæra þróun og sam-
þættingu verndar og nýtingar. Vinna við tillögu að Land-
skipulagsstefnu 2015-2026 er hafin og verður meðal annars
horft til leiðbeinandi skipulags landnotkunar. Skipulagsmál
byggjast á ákvörðunum sem gilda eiga um langa hríð, um
ráðstöfun lands, hvort sem er til nýtingar eða verndar og eru
í eðli sínu átakamál. Hagsmunir geta verið ólíkir og stangast
oft á tíðum á. Einnig er lífssýn fólks ólík. Líflegar og málefna-
legar umræður spunnust á þinginu á milli ólíkra hópa sem
láta sig málaflokkana varða. Slíkar umræður eru mikilvægt
veganesti fyrir áframhaldandi vinnu og stefnumótun í
umhverfis málum; þau snerta okkur öll um ókomna tíð.
Einföldun og skilvirkni regluverks er eitt af því sem
hafin er endurskoðun á með það fyrir augum að endurskoða
regluverk atvinnulífsins og auka skilvirkni þess. Markmið er
að minnka skrifræði og einfalda samskipti við opinbera aðila
um leið og kostnaði er haldið í lágmarki.
Þá er það sérstakt markmið að engar nýjar
íþyngjandi reglur verði innleiddar fyrir
atvinnulífið án þess að um leið falli brott
jafn veiga miklar kvaðir. Með þeim hætti er
ætlunin að heildaráhrif regluverksins þróist
í rétta átt án þess að dregið sé úr eðlilegum
kröfum.
Framsóknarflokkurinn boðaði aðgerðir
í þágu skuldara í aðdraganda kosninga.
Við þau fyrirheit verður staðið og starfs-
hópur hefur lagt fram tillögur um hvernig
það verður gert. Má því segja að stærsta
kosninga mál Framsóknar sé að komast til
framkvæmda. Farin er svokölluð blönduð
leið af skuldaniðurfellingu og skatta afslætti.
Þetta er stærsta aðgerð sem ráðist hefur
verið í til að rétta af hag þeirra sem urðu
fyrir óvæntri hækkun á verðtryggðum
húsnæðis lánum vegna hrunsins.
Þegar litið er yfir sviðið, eins og sagt er,
virðist mér sem spennandi tímar séu víða
fram undan í íslensku þjóðlífi. Á það hefur margoft verið
bent að fámennið og fjöldi auðlinda eigi að geta
séð þjóðinni farborða með sómasamlegum hætti.
Ég efast aldrei um að svo sé. En þótt tækifærin séu
næg þarf að vinna úr þeim. Fiskur er til dæmis ekki
verðmæti fyrr en hann er veiddur og seldur. Að
ná tökum á því sem við höfum að bjóða og fá fyrir
það sem hæst verð, nýta það öllum til hagsbóta
með sjálfbærum hætti, verður viðfangsefni okkar á
næstu misserum.
Ég óska lesendum Kjarnans gleðilegra jóla og
farsældar á komandi ári.
„Málefni sjávar-
útvegsins á Íslandi
verða að komast
í viðunandi horf.
Allt of lengi hefur
verið deilt um
þessa mikil vægustu
atvinnu grein okkar.
Nú er því unnið
að svokallaðri
samningaleið í
sjávarútvegi[...]“
„Framsóknar-
flokkurinn boðaði
aðgerðir í þágu
skuldara í að-
draganda kosninga.
Við þau fyrirheit
verður staðið og
starfshópur hefur
lagt fram tillögur
um hvernig það
verður gert. Má því
segja að stærsta
kosningamál Fram-
sóknar sé að komast
til framkvæmda.“
um HöFundinn
Sigurður Ingi
Jóhannsson
er varaformaður
Framsóknar-
flokksins og sjávar-
útvegs- og land-
búnaðarráðherra
og umhverfis- og
auðlindaráðherra.
01/01 kjarninn ÁLit