Kjarninn - 26.12.2013, Síða 18

Kjarninn - 26.12.2013, Síða 18
Deildu með umheiminum Álit 2013: Ár loddarans Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna, skrifar. r íkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar var frá fyrsta degi dæmd til óvinsælda. Verkefnin sem hún fékk í hendurnar voru einfaldlega þess eðlis. Ástandið í samfélaginu í ársbyrjun 2009 og fyrstu árin eftir Hrun var heldur ekki jarðvegur vinsælda. Þá var hins vegar erjaður jarðvegur lýðskrums og loddaraskapar sem tókst vel hvaðan sem upp spruttu gildir stofnar sem áttu eftir að skarta öllum sínum fegurstu blöðum næstu fjögur árin. Vinstristjórnin vökvaði ekki þær jurtir heldur reyndi þvert á móti að uppræta þær eins og annað illgresi en án teljandi árangurs. Kosningar án uppgjörs Árið 2013 hefði að öllu eðlilegu átt að vera ár uppgjörs í íslenskum stjórnmálum. Kosningarnar síðastliðið vor hefðu átt að snúast um pólitísk stefnumál stjórnmálaflokka og mótun þjóðfélags til framtíðar. Þjóðfélags sem enn var í sárum eftir efnahagslegt, pólitískt og siðferðilegt hrun sem á sér ekki hliðstæðu í vestrænu lýðræðisríki á síðari tímum. Við hefðum átt að rökræða um ólíka lífssýn okkar allra og kjósa um stefnu út frá því. En það gerðist ekki. Þvert á móti tókst stjórnmála mönnum að koma í veg fyrir eðlilega, heilbrigða og nauðsynlega rökræðu rétt eins og þeim tókst það árin þar á undan. Meginmálið varð að fótnótu og lýðskrumið að aðal- atriðum. Kosning arnar snerust á endanum um fullkom lega óraunhæf loforð sem áttu engan sinn líka í sögu þessarar þjóðar. Eftir sitjum við öll vígmóð og undrandi á því hvernig þetta gat farið með þeim hætti sem varð. Það sem verra er; loforðin hafa öll verið svikin. Aðal hagfræðingur Danske bank segir íslenska stjórnmála- menn ekki hafa litið til framtíðar fyrir Hrun og enn síður eftir Hrun. Þvert á móti lofa þeir nú sem aldrei fyrr að senda íbúum landsins háar upphæðir úr ríkissjóði til að tryggja vinsældir sínar og endurkjör. Þrátt fyrir að þessi lýsing eigi ágætlega við of stóran hluta íslenskra stjórnmálamanna er hún ósanngjörn gagnvart öðrum sem hafa sinnt störfum sínum af ábyrgð. Það þarf hvorki kjark né þor til að sýna ábyrgð og fyrirhyggju. Menn þurfa hins vegar að vera slóttugir og slægir, kjarkmiklir og ósvífnir til að segja ósatt og ganga á bak orða sinna. vanmetin áhrif stjórnmálamanna Því hefur oft verið haldið fram að hin raunverulegu áhrif sé að finna utan veggja Alþingis og við séum meira og minna drifin áfram af sérhagsmunum. Það var margt til í því fram að Hruni og kann að vera að taki sig upp að nýju. Menn skulu þó ekki vanmeta áhrif stjórnmálamanna. Slegið hefur á bjartsýnina sem reis hvað hæst á vordögum. Stjórnendur fyrirtækja telja flestir að þyngra sé fyrir fæti en þyrfti að vera og almenningur heldur að sér höndum vegna óljósra skilaboða frá stjórnvöldum. Yfir vofandi hækkun á verðbólgu og vöxtum hefur hægt á gangverki efnahags lífsins og dregið úr væntingum fyrirtækja og almennings til fram- tíðarinnar. Pólitísk samskipti við útlönd eru í meira uppnámi en verið hefur um árabil. Þetta eru dæmi um merkjanleg áhrif stjórnmálamanna. þrátt fyrir allt Þrátt fyrir allt var árið 2013 að mörgu leyti gott ár. Við spyrnan í atvinnulífinu var framan af ári meiri og kröftugri en reiknað hafði verið með. Einstaka atvinnu- greinar blómstruðu sem aldrei fyrr, listir- og menning virtust loks ætla að ná rótfestu og fá viðurkenningu sem hluti af meginstoðum atvinnu lífsins. Tekjur jukust, húsnæðis- skuldir landsmanna lækkuðu, efnahags málin nálguðust jafnvægi og við fórum að trúa því fyrir alvöru að við myndum ná okkur aftur á strik. Árangur karla landsliðsins í fótbolta nálgaðist saman burð við kvenna landsliðið, einstaklingar ögruðu sjálfum sér og unnu sigra. Manchester United varð Englands- meistari eina ferðina enn. Við fundum aftur bragðið af bjart sýninni. Áfram veginn Þó svo að áhrif Hrunsins muni setja mark sitt á líf og afkomu næstu tvo til þrjá áratugina eigum við ása á hendi til að spila út. Tækifærin eru þarna enn eftir sem áður og bíða þess að verða nýtt. Þau felast í menningu okkar og listum, hugviti og sköpunarkrafti og endurmati á föllnum gildum. Síðast en ekki síst felast tækifærin í okkur sjálfum ef við varð- veitum rökræðuna og heilbrigða, gagnrýna hugsun. Þá mun okkur farnast vel á nýju ári. Tækifærin felast í nýju ári um leið og við kveðjum gamla árið. Ár loddarans. Ég óska lesendum gleðilegs árs og farsældar á nýju ári. „Kosning arnar snerust á endanum um fullkomlega óraunhæf loforð sem áttu engan sinn líka í sögu þessarar þjóðar.“ um HöFundinn Björn Valur Gíslason er varaformaður Vinstri grænna og fyrrverandi þingmaður. „Tekjur jukust, húsnæðis skuldir landsmanna lækkuðu, efnahags- málin nálguðust jafnvægi og við fórum að trúa því fyrir alvöru að við myndum ná okkur aftur á strik.“ 01/01 kjarninn ÁLit
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.