Kjarninn - 26.12.2013, Blaðsíða 27
feb
jan
maí
okt
júní
sept
des
apríl
ágú
nóv
júlí
mars
04/13
Fréttir
Ársins
2013
mars
erlentinnlent
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
Hugo Chavez andast
5. mars 2013
Forseti Venesúela, Hugo Chavez, lést eftir
tveggja ára baráttu við krabbamein í byrjun
mars. Hann hafði verið forseti í fjórtán ár og í
október 2012 var hann endurkjörinn þrátt fyrir
veikindin. andlát hans kom ekki sérstaklega á
óvart, enda hafði hann ekki sést opinberlega
frá því í desember 2012, en þá gekkst hann
undir fjórðu aðgerðina vegna meinsins. Vara-
forseti landsins tilkynnti andlát forsetans að
kvöldi 5. mars, en nokkrum dögum áður hafði
verið greint frá því að forsetinn berðist við
sýkingu í öndunarfærum og að brugðið gæti til
beggja vona. Í kjölfar andlátstilkynningarinnar
streymdi mikill fjöldi út á götur víðs vegar
um landið þar sem stuðningsmenn forsetans
komu saman og syrgðu.
nýr páfi kjörinn
13. mars 2013
argentínumaðurinn Jorge Bergoglio var
kjörinn 266. páfinn hinn 13. mars. Hann varð
Frans fyrsti og er fyrsti páfinn í yfir 1.200 ár
sem ekki er frá Evrópu. Undir lok árs var hann
valinn maður ársins hjá tímaritinu time. Hann
þykir hafa slegið nýjan og mildari tón í Vatíkan-
inu, meðal annars gagnvart samkynhneigðum.
milljón flóttamanna
6. mars 2013
Fjöldi þeirra sem flúið höfðu stríðsátökin í Sýr-
landi fór yfir eina milljón í byrjun mars. Þessi
tala hefur hækkað mikið síðan þá. Einkum flýr
fólk til Líbanons, Jórdaníu, tyrklands, Íraks og
Egyptalands. Milljónir manna eru að auki á
flótta innan landamæranna.
Björgólfur yfir sa
6. mars 2013
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri icelandair
Group, var kjörinn formaður Samtaka atvinnu-
lífsins.
Fangelsaður fyrir smygl
8. mars 2013
Davíð Örn Bjarnason, 28 ára Íslendingur,
var handtekinn í tyrklandi og sakaður um
fornmuna smygl.
ólafía fyrsta konan kjörin í
formennsku í vr
15. mars 2013
Ólafía B. Rafnsdóttir var fyrst kvenna kjörin
formaður VR, stærsta stéttarfélags landsins.
Hún gersigraði fráfarandi formann, Stefán
Einar Stefánsson, í kosningu á meðal félags-
manna.
Ákært í umfangsmesta máli
sérstaks saksóknara
15. mars 2013
Ákæra á hendur níu fyrrverandi starfsmönn-
um Kaupþings var gefin út af Sérstökum
saksóknara. Fólkið var ákært fyrir aðild að
allsherjarmarkaðsmisnotkun og umboðssvik.
Á meðal hinna ákærðu voru Hreiðar Már
Sigurðsson og Sigurður Einarsson. Málið var
umfangsmesta mál sem embætti sérstaks
saksóknara hafði sent frá sér. Á sama tíma
var gefin út ákæra á hendur sex fyrrverandi
starfsmönnum Landsbankans fyrir stórfellda
markaðsmisnotkun og umboðssvik. Á meðal
hinna ákærðu voru Sigurjón Þ. Árnason og Elín
Sigfúsdóttir.
skýrsla segir þau saklaus
25. mars 2013
Starfshópur sem vann skýrslu um Guðmund-
ar- og Geirfinnsmálið skilaði niðurstöðu sinni.
Hún var sú að líklegt væri að sexmenningarnir
sem sakfelldir voru fyrir morðin árin 1977
hefðu hvergi komið nálægt málunum.
sýruárás í ballett
6. mars 2013
Pavel Dmitritsjenkó, 29 ára dansari við
Bolsjoi-ballettinn í Moskvu, játaði að hafa
skipulagt sýruárás á Sergei Filin, stjórnanda
ballettsins. tveir aðrir menn hafa játað aðild
að árásinni. Dmitritsjenkó segist þó ekki hafa
ætlað sér að ganga jafn langt og raunin varð.
Filin brenndist illa á augum og í andliti þegar
brennisteinssýru var skvett framan í hann hinn
17. janúar.
Bönkum lokað á Kýpur
16. mars 2013
Efnahagsvandræði Kýpur héldu áfram og um
miðjan mánuðinn var bönkum lokað og þeir
ekki opnaðir aftur fyrr en tólf dögum síðar. til
að koma í veg fyrir hrun fjármálakerfisins fékk
ríkið tíu milljarða neyðarlán með samkomu-
lagi milli stjórnvalda, Evrópusambandsins,
evrópska seðlabankans og alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins.
tímamót í Grænlandi
6. mars 2013
tímamót urðu á Grænlandi þegar aleqa
Hammond varð fyrsti kvenformaður
heimastjórnarinnar þar, eftir að flokkur hennar
vann sigur í þingkosningum í landinu.
sneri aftur til pakistans
24. mars 2013
Pervez Musharraf, fyrrverandi forseti Pakistan,
batt enda á fjögurra ára sjálfskipaða útlegð
sína til að leiða flokk sinn í þingkosningum.
Yfirvöld í landinu lofuðu honum vernd og því
gat hann snúið aftur, en hann hafði átt yfir
höfði sér fjölda ákæra.