Kjarninn - 26.12.2013, Side 28

Kjarninn - 26.12.2013, Side 28
mars feb jan maí okt júní sept des ágú nóv júlí apríl 05/13 Fréttir Ársins 2013 apríl erlentinnlent 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 sprengjuárás í Boston-maraþoninu 15. apríl 2013 Mikil skelfing greip um sig við endamark Boston-maraþonsins þegar tvær sprengjur sprungu með þrettán sekúndna millibili. tæp- lega sex þúsund hlauparar áttu enn eftir að ljúka hlaupinu þegar sprengingarnar urðu, auk þess sem mikill fjöldi fólks fylgdist með hlaup- inu. Þrír áhorfendur létu lífið í sprengingunum og rúmlega 260 manns særðust, sumir alvarlega. Nokkrum dögum síðar lýsti lögreglan eftir tveimur mönnum sem grunaðir voru um aðild að sprengjuárásunum. Seinna kom í ljós að það voru bræðurnir Dzhokhar and tamerlan tsarnaev, sem höfðu komið til Bandaríkjanna sem flóttamenn frá Rússlandi. Árásirnar voru trúarlegs eðlis, bræðurnir voru múslimar og höfðu árin á undan orðið íslamistar. Hinn 19. apríl var allri borginni lokað meðan mjög umfangsmikil leit að sprengju- mönnunum fór fram. Bræðurnir rændu bíl af manni sem komst undan og gerði lögregunni viðvart. til skotbardaga kom þar sem lögreglu- maður og tamerlan létust. allan daginn var leitað að Dzhokhar og fannst hann á endanum særður í báti sem var geymdur við hús í út- hverfi borgarinnar. thatcher deyr 8. apríl 2013 Margaret thatcher, fyrrverandi forsætis- ráðherra Bretlands og fyrsta konan til að gegna því embætti, lést í byrjun apríl. Hún var 87 ára þegar hún lést, en hún er einn um- deildasti stjórnmálamaður í sögu landsins. Hópnauðganir vekja óhug á indlandi 28. apríl 2013 22 eru handteknir eftir að sex ára stúlku var nauðgað og hún skorin á háls í Nýju-Delí á indlandi. Hún lifði af. Nokkrum dögum áður hafði fimm ára stúlku einnig verið nauðgað af hópi manna. Árásirnar urðu tilefni mikilla mótmæla og áframhaldandi krafa um að harðar yrði tekið á kynferðisbrotum. jarðskjálfti í Kína 20. apríl 2013 Sichuan-hérað í Kína varð illa úti í jarðskjálfta í seinni hluta apríl. Mörg hundruð létust og um sex þúsund manns særðust. Skjálft- inn, sem mældist 7 á Richter-kvarða, varð eldsnemma að morgni, en á sömu slóðum varð mikið mannfall aðeins fimm árum fyrr þegar annar öflugur skjálfti reið þar yfir. alþjóðlegur afvopnunar- samningur undirritaður 2. apríl 2013 allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sam- þykkti alþjóðlegan samning um afvopnunar- mál í fyrsta skipti. Samningurinn setur ýmsar kvaðir á ríki í vopnaviðskiptum. Norður-Kórea, Íran og Sýrland voru einu ríkin sem ekki greiddu atkvæði með samningnum. Framsóknarflokkur stærstur 5. apríl 2013 Framsóknarflokkurinn mældist með 40 pró- senta fylgi í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Samkvæmt könnuninni vantaði flokkinn einungis einn þingmann til viðbótar til að ná hreinum meirihluta. Fórnarlamb stígur fram 8. apríl 2013 Guðný Jóna Kristjánsdóttir steig fram í fyrsta sinn í Kastljósi. Henni var nauðgað af skóla- bróður sínum á Húsavík þegar hún var 17 ára. Í kjölfarið skrifuðu á annað hundrað íbúar í bænum undir opinbera yfirlýsingu þar sem lýst var stuðningi við gerandann og dómurinn sagður rangur. Málið vakti mikla athygli. segja sig frá al thani-máli 8. apríl 2013 Verjendurnir Gestur Jónsson og Ragnar H. Hall sögðu sig frá svokölluðu al thani-máli. Þeir töldu að réttur skjólstæðinga þeirra, Sigurðar Einarssonar og Ólafs Ólafssonar, hefði verið þverbrotinn. Braut þagnarskyldu og þarf að borga tvær milljónir 11. apríl 2013 Gunnar Þ. andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, var fundinn sekur um brot á þagnarskyldu og gert að greiða tveggja milljóna króna sekt. Ákæran varðaði öflun fjárhagslegra upplýsinga um Guðlaug Þór Þórðarson, sem Gunnar kom í gegnum þriðja aðila til DV. samherji kærður 17. apríl 2013 Seðlabanki Íslands lauk rannsókn sinni á Samherja og kærði fyrirtækið til Sérstaks saksóknara fyrir brot á gjaldeyrislögum. Framsókn ótvíræður sigurvegari og stjórnar- flokkar bíða afhroð 27. apríl 2013 alþingiskosningar fóru fram. Framsóknar- flokkurinn vann stórsigur, fékk 24,4 prósent atkvæða og 19 þingmenn. Sjálfstæðis- flokkurinn fékk næstverstu útreið sína frá upphafi en var samt enn stærsti flokkur landsins. Fráfarandi stjórnarflokkar, Samfylk- ingin og Vinstri græn, biðu afhroð og fengu samtals 23,8 prósenta fylgi. tvö ný framboð, Píratar og Björt framtíð, náðu inn fulltrúum. athygli vakti að 11,9 prósent greiddra atkvæða lentu hjá framboðum sem náðu ekki inn á þing, og féllu þar með niður dauð. meira en milljarður króna fyrir Clöru 30. apríl 2013 tilkynnt var að íslenska hugbúnaðar- fyrirtækið Clara hefði verið selt til bandaríska fyrirtækisins Jive fyrir meira en milljarð króna. tveir ungir íslenskir stofnendur fyrirtækisins áttu um 15 prósent hvor og högnuðust því talsvert á sölunni. mannskæðasta slysið 24. apríl 2013 Yfir 1.200 manns létust þegar verksmiðju- bygging í Dhaka í Bangladess hrundi til grunna. Í verksmiðjunni voru unnin föt fyrir margar vestrænar fatakeðjur, og í ljós kom að hluti byggingarinnar var ólöglegur. Slysið var hið mannskæðasta af þessu tagi í Bangladess og beindi athygli heimsins að hörmulegum kjörum og aðbúnaði verkafólks í fataiðnaði í landinu. Í kjölfarið lofuðu fatarisarnir bót og betrun.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.