Kjarninn - 26.12.2013, Blaðsíða 29

Kjarninn - 26.12.2013, Blaðsíða 29
apríl mars feb jan okt júní sept des ágú nóv júlí maí 06/13 Fréttir Ársins 2013 maí erlentinnlent 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 Barn fannst í skólpröri 28. maí 2013 Ungbarn fannst í skólpröri í fjölbýlishúsi í Kína. Svo virtist að sögn kínverskra fjölmiðla sem barninu hefði verið sturtað niður í klósettið, en málið vakti gríðarlega athygli um allan heim. Barnið var nýfæddur fimm kílóa drengur. Íbúi í húsinu heyrði til drengsins gráta og gerði lögreglu viðvart. Björgunar- menn þurftu að saga gat á skólprörið til að losa drenginn og hann var síðan fluttur á sjúkrahús. Leitað var að foreldrum drengsins og móðirin fannst. Hún sagði að um slys hefði verið að ræða, hún hefði misst drenginn ofan í klósettið þegar hún fæddi hann. Íbúinn í fjölbýlishúsinu sem léta vita af drengnum var móðirin sjálf. Hún var ekki ákærð vegna máls- ins og drengurinn var útskrifaður af spítala og dvaldi hjá ömmu sinni og afa. óeirðir í svíþjóð 24. maí 2013 Óeirðir urðu í Stokkhólmi, kveikt var í skólum og ráðist á lögreglumenn. Þetta var ekki í síðasta skipti sem óeirðir brutust út í höfuð- borg Svíþjóðar á árinu. þrjár konur sleppa úr áratuga ánauð 9. maí 2013 Þrjár ungar konur fundust í húsi strætó- bílstjóra í Ohio í Bandaríkjunum. Þeim hafði verið haldið föngnum þar í um áratug en maðurinn, ariel Castro, hafði rænt þeim öllum og beitt þær kynferðislegu ofbeldi allan þennan tíma. Ein kvennanna eignaðist barn í ánauðinni. Michelle Knight, amanda Berry og Gina DeJesus höfðu allar horfið á sínum tíma. Þær sluppu með hjálp nágranna Castros. Við réttarhöldin játaði Castro, sem var 53 ára, að hafa rænt þeim og misþyrmt. Hann sagðist vera veikur maður og þjást af kynlífsfíkn. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi og konurnar gátu ávarpað hann við réttarhöldin. „ég eyddi ellefu árum í helvíti og nú er þitt helvíti rétt að byrja,“ sagði Knight við hann. Í september fannst Castro síðan látinn í klefa sínum í fang- elsinu, þar sem hann hafði hengt sig. Hermaður myrtur á götu úti 22. maí 2013 Hermaðurinn Lee Rigby var myrtur á götu úti í London. Ekið var á hann og að því loknu réðust tveir menn á hann með sveðjum og hnífum. Michael adebolajo og Michael adebowale eru íslamskir öfgamenn og sögðu við réttarhöld að þeir hefðu myrt Rigby vegna þess að breskir hermenn myrtu múslima á hverjum degi. Þeir voru fundnir sekir um morðið í lok árs. dæmt í vatnsendamálinu 3. maí 2013 Dómur féll í svokölluðu Vatnsendamáli í Hæstarétti. Niðurstaðan var sú að Þorsteinn Hjaltested, sem taldi sig eiga jörðina og hafði hagnast gífurlega á að selja hluta hennar, væri ekki réttmætur eigandi hennar heldur dánarbú afa hans. Hrottalegt morð á egilsstöðum 6. maí 2013 Maður um sextugt var myrtur á Egilsstöðum. Nágranni hans, maður á þrítugsaldri, var grunaður um verknaðinn og settur í gæslu- varðhald. ísland í 17. sæti í eurovision 16. maí 2013 Eyþór ingi Gunnlaugsson söng „ég á líf“ í undankeppni Eurovision og komst áfram. tveimur dögum síðar söng hann lagið aftur í aðalkeppninni og endaði í 17. sæti. sigur rós í simpsons 19. maí 2013 Hljómsveitin Sigur Rós kom fram í sérstökum Íslandsþætti af the Simpsons. ný ríkisstjórn tekur við 22. maí 2013 Ný ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðis flokks var formlega mynduð og stefnuyfirlýsing hennar kynnt. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson varð yngsti forsætis- ráðherra Íslandssögunnar, 38 ára gamall. Bakkabróðir dæmdur 30. maí 2013 Lýður Guðmundsson var dæmdur til að greiða tvær milljónir króna í sekt vegna brota á hluta- fjárlögum í lok árs 2008. Bjarnfreður Ólafsson lögmaður var einnig ákærður í málinu en sýknaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.