Kjarninn - 26.12.2013, Qupperneq 34
ágú
júlí
júní
maí
apríl
mars
feb
jan
okt
des
nóv
sept
10/13
Fréttir
Ársins
2013
september
erlentinnlent
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
angela merkel og félagar
vinna sigur í kosningum
23. september 2013
angela Merkel og kristilegir demókratar
fengu nærri helming þingsæta þegar gengið
var til kosninga í Þýskalandi. Kanslarinn stóð
því áfram sterkur að vígi. Undir lok ársins var
búið að mynda stjórn með jafnaðarmönnum.
nýnasistar handteknir
í Grikklandi
28. september 2013
Sex þingmenn úr flokki nýnasista í Grikklandi,
Gullinni dögun, voru handteknir. Mennirn-
ir voru allir sakaðir um aðild að glæpa-
samtökum, en sumir voru einnig sakaðir um
líkamsárásir og peningaþvætti. Nokkrum
vikum fyrr hafði rapparinn Pavlos Fyssas verið
myrtur og maður tengdur Gullinni dögun ját-
aði á sig morðið. Skýrsla var gefin út í septem-
ber sem tengdi flokkinn og flokksmenn við 33
ofbeldisbrot.
Hægriflokkur og Framfara-
flokkur mynda stjórn
9. september 2013
Hægriflokkarnir unnu sigra í þing-
kosningunum í Noregi í september. Erna
Solberg og Siv Jensen gengu til stjórnar-
samstarfs nokkrum vikum síðar.
Forsætisráðherra í ósam-
stæðum skóm með obama
4. september 2013
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sat fund
með forsætisráðherrum Norðurlandaríkjanna
og Barack Obama, forseta Bandaríkjanna,
í Stokkhólmi. Sigmundur Davíð mætti til
fundarins í einum Nike-íþróttaskó og einum
herraskó.
arnaldur verðlaunaður
12. september 2013
Ný glæpasaga eftir arnald indriðason hlaut
RBa-glæpabókaverðlaunin, sem eru ein þau
eftirsóttustu í heimi í þessum flokki bók-
mennta.
lyfjarisi áformar milljarða-
framkvæmdir á íslandi
19. september 2013
Sagt var frá því að alvogen hygðist reisa
hátæknisetur í Vatnsmýri og ráðast í aðra
fjárfestingu hérlendis. Umfang hennar er um
25 milljarðar króna.
Gísli marteinn hættir í pólitík
25. september 2013
Gísli Marteinn Baldursson tilkynnti að hann
væri hættur sem borgarfulltrúi og í pólitík,
þar sem hann hefði ráðið sig til að stjórna
umræðuþætti á RÚV.
Forstjóri lsH segir upp
27. september 2013
Björn Zoëga sagði upp starfi sínu sem for-
stjóri Landspítalans. Páll Matthíasson tók við
starfinu.
risaraforkuver í eþíópíu
27. september 2013
tilkynnt var að Reykjavík Geothermal, fyrir-
tæki sem er stýrt af og er að hluta til í eigu
Íslendinga, hefði samið um að byggja og reka
allt að þúsund megavatta raforkuver í Eþíópíu.
umdeild trúarhátíð haldin
í laugardalshöll
28. september 2013
Hátíð vonar var haldin í Laugardalshöll á
vegum samtaka sem kennd eru við Billy
Graham. Sonur hans, Franklin, predikaði,
en hann og fylgismenn hans eru yfirlýstir
andstæðingar samkynhneigðra. Þjóðkirkjan
auglýsti hátíðina á vef sínum.
Hryðjuverk í Kenía
22. september 2013
tugir manna létu lífið þegar hryðjuverka-
samtök hertóku verslunarmiðstöð í Naíróbí í
Kenía í lok september. Sómölsku hryðjuverka-
samtökin al-Shabab lýstu ódæðinu á hendur
sér og sögðu það hefnd fyrir hernað Keníu-
manna í Sómalíu. Umsátur var um verslunar-
miðstöðina í nokkra daga á meðan byssumenn
voru þar inni. Forseti landsins lofaði því að ill-
virkjunum yrði refsað fyrir hryðjuverkaárásina.