Kjarninn - 26.12.2013, Side 37

Kjarninn - 26.12.2013, Side 37
nóv okt sept ágú júlí júní maí apríl mars feb jan des 13/13 Fréttir Ársins 2013 desember erlentinnlent 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 nelson mandela látinn 5. desember 2013 Nelson Mandela, frelsishetja og fyrrverandi forseti Suður-afríku, lést 95 ára að aldri. Mandela hafði lengið barist við veikindi og var lagður inn á spítala í júní vegna lungna- sýkingar, þar sem hann dvaldi til dauðadags. Fjölmargir minntust Mandela fyrir baráttuþrek og áhrif á lok aðskilnaðarstefnu í landinu. Nokkrum dögum eftir andlátið var gríðarstór minningarathöfn haldin um hann í Jóhannesarborg þar sem tæplega hundrað þjóðarleiðtogar voru á meðal viðstaddra. Með- al þeirra sem tóku til máls voru Barack Obama Bandaríkjaforseti og Desmond tutu erki biskup, sem hélt áhrifaríka ræðu. allt slíkt féll þó fljótt í skuggann af öðrum atburðum. Í fyrsta lagi birtust myndir af þjóðarleiðtogum að taka sjálfsmyndir á meðan á athöfninni stóð. Forsætisráðherra Danmerkur, Helle thorning- Schmidt, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Barack Obama Bandaríkjaforseti tóku eina slíka. Daginn eftir kom svo í ljós að táknmálstúlkur, sem túlkaði meðal annars ræðu Bandaríkjaforseta, hafði alls ekki verið að túlka. túlkurinn kom fram í fjölmiðlum og sagðist veikur á geði, auk þess sem kom á daginn að hann hefði verið dæmdur fyrir ýmsa glæpi. Kim jong-un lætur taka frænda sinn af lífi 13. desember 2013 Fréttir bárust af því að einn valdamesti maður í Norður-Kóreu, Chang Song-thaek, hefði verið tekinn af lífi. Nokkrum dögum fyrr hafði hann verið sviptur öllum titlum sínum og sak- aður um ýmsa glæpi, meðal annars landráð og að vera of afslappaður. Hann var frændi Kim Jong-un, leiðtoga landsins, og talinn lærifaðir hans. Því komu fréttirnar á óvart og spurningar vöknuðu um valdabaráttuna í landinu. pútín náðar þúsundir fanga 19. desember 2013 Mikhail Khodorkovsky, fyrrverandi olíubarón og ríkasti maður Rússlands, var meðal 25 þúsund fanga sem voru náðaðir af Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Khodorkovsky átti að sleppa úr fangelsi á næsta ári en fréttir höfðu þó verið sagðar af því að til stæði að ákæra hann í þriðja sinn. af því verður ekki því Khodorkovsky er laus úr fangelsi og lét það verða sitt fyrsta verk að fara úr landi, til Þýskalands. Pútín ákvað að náða allan þennan fjölda í tilefni af tuttugu ára afmæli rússnesku stjórnarskráarinnar. obama ýjar að breytingum hjá nsa 20. desember 2013 Barack Obama Bandaríkjaforseti hélt blaðamannafund við lok vinnuársins í Banda- ríkjunum. Þar gaf hann í skyn að breytinga væri þörf á Þjóðaröryggisstofnuninni NSa, sem hefur verið mikið í sviðsljósinu eftir uppljóstranir Edwards Snowden. Hann viður- kenndi að stofnunin hefði getað stundað önn- ur og betri vinnubrögð en gagnrýndi Snowden fyrir uppljóstranir sínar, sem hann sagði hafa valdið ónauðsynlegum skaða. þak hrynur í miðri leiksýningu 19. desember 2013 Hluti af lofti apollo-leikhússins í London hrundi í miðri leiksýningu á Furðulegu hátta- lagi hunds um nótt. Mikil skelfing greip um sig og 76 manns slösuðust, þar af sjö alvar- lega. Enginn slasaðist þó lífshættulega. Hjálparkokkar sýknaðir 20. desember 2013 aðstoðarkonur sjónvarpskonunnar Nigellu Lawson voru sýknaðar af ákæru um að hafa svikið hundruð milljóna frá sjónvarps- kokkinum og eiginmanni hennar. Málið vakti mikla athygli enda var málsvörn aðstoðar- kvennanna sú að þær hefðu mátt eyða peningum hjónanna gegn því að upplýsa ekki um mikla eiturlyfja neyslu Nigellu. Úkraína velur rússland 8. desember 2013 Fjölmenn mótmæli voru haldin vegna utan- ríkisstefnu stjórnvalda í Úkraínu. Stjórnvöld voru langt komin í samningaviðræðum um samstarf við Evrópusambandið en hættu við. Í kjölfarið var gengið til samninga við Rússa. skrúfað fyrir ipa-styrki 3. desember 2013 tilkynnt var að Evrópusambandið ætlaði að hætta öllum iPa-verkefnum sem hafin voru á Íslandi í kjölfar þess að Ísland gerði hlé á viðræðum við sambandið. nám í ólestri 3. desember 2013 Niðurstöður nýrrar PiSa-rannsóknar voru kynntar. Samkvæmt henni fer frammistaða íslenskra námsmanna versnandi. Ísland er, ásamt Svíþjóð, með lökustu frammistöðu allra Norðurlandaríkja. Hrottar fyrir dóm 9. desember 2013 aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í Stokkseyrarmálinu svokallaða. þungir dómar í al thani-máli 12. desember 2013 Sakborningar í al thani-málinu svokallaða hlutu þyngstu dóma sem fallið hafa vegna auðgunarbrota hérlendis. Hreiðar Már Sigurðsson hlaut þyngsta dóminn, fimm og hálfs árs fangelsi. Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson fengu einnig þunga dóma. Þeir hafa allir áfrýjað niðurstöðunni til Hæstaréttar. Áttfaldur pottur í fyrsta sinn 14. desember 2013 Lottópotturinn var áttfaldur í fyrsta sinn. Lottóæði rann á landann. Fjárlagafrumvarp samþykkt 17. desember 2013 Fjárlagafrumvarp næsta árs var samþykkt. Í kjölfarið var hægt að semja um þinglok. Útvarpsstjóri segir af sér 17. desember 2013 Páll Magnússon lét af störfum sem útvarps- stjóri. Hann taldi sig ekki njóta nægilegs trausts í stjórn RÚV. Stjórnarformaður sagði að Páli hefði verið tilkynnt að staða hans yrði auglýst. Í kjölfarið hefði hann ákveðið að hætta.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.