Kjarninn - 26.12.2013, Side 38

Kjarninn - 26.12.2013, Side 38
01/01 kjarninn Viðtal Þ að hefur aldrei heillað Yrsu Sigurðardóttur að hætta að vinna sem verkfræðingur og einbeita sér aðeins að skáldskapnum þrátt fyrir að hún sé með vinsælli rithöfundum landsins og njóti mikillar velgengni erlendis. „Þetta er svona akkeri, mér finnst þetta mjög skemmti- legt, þetta er það sem ég lærði og ég hef mikla ánægju af starfi mínu. Kannski hætti ég að skrifa á morgun, hver veit. Þetta er ekki hlutur sem maður getur treyst á til lengri tíma. Mér líður vel með þetta svona og ætla að reyna að halda áfram að vinna í eins stóru hlutastarfi og ég get.“ Hún fer hins vegar nú orðið svo mikið til útlanda vegna bóka sinna að hún getur ekki lengur unnið í fullu starfi. Þegar hún lýkur við útgáfu bókar hefur hún dregist aftur úr í vinnunni og því er desember mjög annasamur. Nýlega bárust fréttir af því að þættir yrðu gerðir upp úr bókum Yrsu. Hún segist ekkert koma að þeim málum. „Ég veit minnst af öllum held ég. Þetta er svo ofsalega ólíkur miðill, sjónvarp og kvikmyndir, miðað við bók, að það er sér list að skrifa handrit að slíku. Ég veit nóg um það til að vita að ég bæti engu þar við og yrði bara til trafala.“ Og þrátt fyrir að njóta mikilla vinsælda erlendis, og vera komin á samning hjá stórri norræni umboðsskrifstofu, getur hún ekki hugsað sér að skrifa fyrir annan markað en Ísland. „Mínir lesendur, sem ég er að skrifa fyrir, eru Ís- lendingar.“ Miklu skiptir að hafa kvenkyns söguhetjur Yrsa ætlar að byrja að skrifa nýja bók nú í jólafríinu sínu, en hún er líka með önnur verkefni á prjónunum. „Ég og Lilja Sigurðardóttir ætlum í samstarfsverkefni og skrifa hryllings- sögu saman. Ég hlakka mikið til þess, mig hefur lengi langað að prófa að skrifa með einhverjum.“ Ef það gengur vel má því jafnvel eiga von á tveimur bókum frá Yrsu á næsta ári. Henni þykir skipta máli að hafa kvenkyns söguhetjur í bókum sínum. Það gleður hana líka mikið að bækurnar hennar virðist höfða jafnt til kvenna sem karla. Hún er hugsi yfir stöðu kvenna í bókmenntum, aðeins tvær konur séu á metsölulistum núna. „Þetta er skrítið vegna þess að konur lesa meira en karlar. Við þurfum svolítið að fara að velta þessu fyrir okkur. Það er ekki svo að karlkyns höfundarnir séu svona miklu, miklu, miklu betri en konurnar að við rétt komum einum til tveimur fulltrúum inn á þennan lista. Það er ekki þannig.“ Meðal þess sem Yrsa veltir fyrir sér er barnabækurnar, en hún hóf sinn feril sem slíkur og segir að nema mikið hafi breyst síðan þá séu konur enn í miklum meirihluta höfunda. Samt eru efstu fimm bækurnar á metsölulistum nú eftir karla. „Líkast til gæti skýringin verið í því tilfelli þessi Pisakönnun [...] að fólk sé að kaupa frekar bækur fyrir stráka. En þá komum við aftur að því að það þykir í lagi að gefa stelpu bók um strák en það þykir ekki í lagi að gefa strák bók um stelpu. Þetta litar svo áfram upp úr, þannig að við konur venjumst því frá unga aldri að lesa um stráka og þeirra hugarheim og svo áfram upp í menn, en það sama á sér ekki stað með drengi.“ Viðtal Þórunn Elísabet Bogadóttir thorunn@kjarninn.is Yrsa Sigurðardóttir í viðtali við Kjarnann Smelltu hér fyrir neðan til að streyma myndskeiðinu Lengd: 15:54 athugaðu að tækið þitt þarf að vera nettengt til að sækja myndskeiðið. Deildu með umheiminum ViðMælandi ViKunnar Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur aldrei freistað að vera rithöfundur í IXOOXVWDUõ MYndband
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.