Kjarninn - 26.12.2013, Síða 41
01/01 kjarninn tÓNLiSt
Framúrskarandi íslensk
tónlist á árinu 2013
Deildu með
umheiminum
tónlist
Benedikt Reynisson
Futuregrapher
Í ár komu út nokkrar afbragðs raftónlistarskífur og þær sem
helst bera af eru samstarfsskífa Futuregrapher, Gallery Six
og Veronique, Either Way með tvíeykinu Gluteus Maximus og
Skýjaflétta með Sólrúnu Sumarliðadóttur.
Árni Grétar Jóhannsson hefur í dágóðan tíma farið
fyrir einyrkjasveitnni Futuregrapher og hefur ýmist sent
frá sér ágengt jungle og drum and bass eða áferðarmjúka
sveimtónlist (e. ambient). Crystal Lagoon EP er samstarfs-
verkefni hans, japanska raftónlistarmannsins Gallery Six og
kanadíska sellóleikarans Veronique. Saman framreiða þau
dramatíska, hægfljótandi og krefjandi sveimskífu sem er að
mestu ósungin. Frábært samspil hljóðgervla, hljóðsarpa og
strengja er algjört gúmmelaði fyrir eyru og kyndir vel undir
öðrum skynvitum.
Either Way er tónlist samin af Gluteus Maximus, sem er
skipuð þeim Margeir St. Ingólfssyni og Stephan Stephensen,
fyrir DVD-útgáfu íslensku kvikmyndarinnar Á annan veg.
Either Way er mjög heilsteypt og naumhyggjulegt tónverk
sem skiptist í níu hluta þar sem hliðrænir hljóðgervlar, hljóð-
breytar og akústísk hljóðfæri dansa saman á örfínni línu og
útkoman er mjög flott.
Sólrún Sumarliðadóttir er best þekkt fyrir störf sín með
hljómsveitinni Amiina, sem hún hefur verið meðlimur í frá
upphafi. Skýjaflétta er tónlist sem hún samdi fyrir dans-
verkin Skýjaborg og Fetta Bretta sem eru bæði ætluð yngstu
kynslóðinni. Tónlistina samdi Sólrún með dyggri aðstoð
tveggja ára sonar síns og er auðveldlega hægt að mæla með
skífunni fyrir bæði börn og fullorðna.
Af öðrum framúrskarandi raftónlistarplötum má nefna
Tracing Echoes með Bloodgroup, Samaris með Samaris, This
Time We Go Together með Ruxpin og White Mountain með
Úlfi.
rapp og hipphopp
Íslenska rapp- og hipphoppárið var ekkert sérlega gjöfult þó
svo að margt nýtt og spennandi sé í gangi í senunni. Þeir sem
eru hvað mest spennandi í dag eru án efa listamenn á borð við
Cell7, Lord Pusswhip, GERViSYKUR, Skuggar Reykja víkur og
Kött Grá Pjé. Besta hipphoppskífa ársins er án nokkurs vafa
nýjasta breiðskífa Cell7 sem ber heitið CellF. Fyrir þessari ein-
yrkjasveit fer Ragna Kjartansdóttir, sem fyrst gerði garðinn
frægan með hljómsveit sinni Subterranean seint á síðustu
öld. Cellf er búinn að vera mörg ár í vinnslu hjá Rögnu og er
greinilegt að hún hefur nýtt tímann vel, þar sem afrakstur-
inn er ein besta hipphoppskífa sem komið hefur út á Íslandi.
Cellf er ekki hreinræktuð hipphoppskífa því á henni má heyra
indversk áhrif í bland við nýdiskó, sálartónlist, djass og fleira.
Framúrskarandi og alvöru hipphoppskífa.
jaðartónlist af öllum gerðum
Jaðartónlistargeirinn er mjög víður og fjölbreyttur og margt
sniðugt og ferskt er í gangi þar. Margar dúndurgóðar og
ólíkar útgáfur litu dagsins ljós í ár. Nokkrar báru þó af hvað
varðar ferskleika og hressilegheit.
Múm gaf út Smilewound, sem er sjötta breiðskífa hennar,
en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur hún flogið
lágt undir radarinn hér á landi. Sveitin hefur sjaldan eða
aldrei verið einbeittari og á Smilewound má finna nokkur af
bestu lögum hennar á ferlinum. Lög eins og Candlestick, The
Colorful Stabwound, Toothweels og Sweet Impressions bera
af þó svo að öll hin lögin séu góð.
Rokksextettinn Grísalappalísa kom á síðasta ári eins og
ferskur andvari inn í íslensku rokksenuna, sem hefur verið
nokkuð dauf undanfarið. Hljómsveitina skipa nú- og fyrr-
verandi meðlimir sveita á borð við The Heavy Experience,
Jakobínarína, Oyama og Sudden Weather Change. Fyrsta
breiðskífa sveitarinnar, Ali, inniheldur fyrsta flokks bræðing
af síðpönki, nýbylgju- og súrkálsrokki. Sveitina leiða tveir
ólíkir söngvarar sem skreyta tónlistina með hárbeittum
textum um tómhyggju, ógæfuna sem stundum fylgir reyk-
vísku næturlífi og vonlaust ástarsamband við unga konu sem
heitir Lísa.
Mammút sendi eftir langa bið frá sér sína þriðju og lang-
bestu breiðskífu í ár. Sveitin var margsinnis búin að slá út-
gáfu Komdu til mín svarta systir á frest þar sem með limirnir
voru ekki fullkomlega sáttir við það efni sem þeir höfðu
unnið að. Lagasmíðar Mammút hafa aldrei vegið jafnmikið
og á þessari vel lukkuðu skífu, dramatíkin er í passlegu há-
marki og Katrína Mogensen festir sig enn frekar í sessi sem
ein af sérstæðustu söngkonum Íslands.
Íslenski Kaliforníubúinn Þórir Bogason hefur síðan 2009
farið fyrir hljómsveitinni Just Another Snake Cult og í ár kom
út önnur breiðskífa hennar, sem ber heitið Cupid Makes a
Fool of Me. Tónlist Just Another Snake Cult líkist engu sem
er eða hefur í gangi á Íslandi. Áhrifin koma víða að og má á
plötunni greina stílbrigði frá Brian Wilson, Ariel Pink, ELO,
Billy Bragg og Of Montreal en án þess að það sé verið að stela
frá einhverjum. Öllu er blandað listilega vel saman og út-
koman er gómsætt 21. aldar sýrupopp.
Meðal annarra jaðarplatna sem vert er að nefna eru Friður
með Ojba Rasta, I Wanna með Oyama, Eliminate Evil, Revive
Good Times með Benna Hemm Hemm, Flowers með Sin Fang,
Glamúr úr geimnum með DJ flugvél og geimskip, Human með
Nolo, Ælulykt með Þóri Georg, Tónlist fyrir Hana með Per:
Segulsvið, Talking About the Weather með Lay Low, Head-
phones með Jóhanni Kristinssyni, Northern Comfort með
Tilbury og Autumn Skies með Snorra Helgasyni.
nýklassík og samtímatónlist
Nokkrar framúrskarandi breiðskífur komu út í flokki
nýklassíkur og samtímatónlistar á árinu og einna áhuga-
verðastar eru breiðskífur ungu tónskáldanna Gunnars
Andreasar Kristinssonar og Daníels Bjarnasonar. Þær eru
mjög ólíkar; Patterns með Gunnari sækir í íslenska þjóðlaga-
arfinn og er naumhyggjuleg á meðan Over Light Earth með
Daníel er ómstríð, ágeng og nútímaleg.
þungarokk
Af þungarokki eru helst þrjár skífur sem bara af í ár, ekki
síst nýjasta breiðskífa Kópavogssveitarinnar Strigaskór
nr. 42. Armadillo heitir hún og er fyrsta útgáfa sveitarinn-
ar í nítján ár. Hún er ákaflega beinskeytt, framsækin og
tilrauna kennd skífa sem gefur fyrri verkum sveitarinnar
ekkert eftir og er ekki að heyra að hún hafi legið í dvala. Í
svartmálmsdeildinni komu út tvær framúrskarandi skífur
með hljómsveitunum Carpe Noctem og Wormlust. The Feral
Wisdom heitir breiðskífa Wormlust og er hún stórfengleg og
öfgakennd svartmálms sýra af bestu gerð. In Terra Profugus
heitir afurð Carpe Noctem. Þar er um afar metnaðarfullt verk
að ræða og er sveitin víst búin að landa útgáfu erlendis.
Gluteus maximus
sólrún
sumarliðadóttir
Cell7
múm
Grísalappalísa
mammút
just another snake Cult
Gunnar andreas
strigaskór nr. 42
Carpe noctem
Á
rið 2013 hefur verið mjög gjöfult og blómlegt
tónlistarár með útgáfu margra frábærra
platna yngra og eldra tónlistarfólks og hljóm-
sveita. Sala á tónlist hefur ekki beint slegið
met og tala sumir hljómplötuútgefendur um
hrun í sölu miðað við síðustu ár. Þó hafa síðustu tvö ár verið
mjög óhefðbundin að því leyti að á þeim komu út tvær afger-
andi söluháar plötur sem náðu sölutölum sem aldrei áður
hafa náðst á svo stuttum tíma á Íslandi. Í þessari umfjöllun er
þó ekki ætlunin að fara yfir söluhæstu plötur ársins heldur
þær plötur sem greinarhöfundi finnst bera af á árinu sem
senn líður undir lok.
raftónlist
Smelltu til að hlusta á in
Germ með Futuregrapher,
Gallery Six & Veronique
Smelltu til að hlusta á Either
Way með Gluteus Maximus
Smelltu til að hlusta á
Skýjafléttu með Sólrúnu
Sumarliðadóttur
Smelltu til að hlusta á
that‘s Wassup með Cell7
Smelltu til að hlusta á
Candlestick með Múm
Smelltu til að hlusta
á allt má (má út) með
Grísalappalísu
Smelltu til að hlusta á
Blóðberg með Mammút
Smelltu til að hlusta á
inconstant Moon með
Just another Snake Cult
Smelltu til að hlusta á
adanac með Strigaskór
nr. 42
Smelltu til að hlusta á Sex
augu, tólf stjörnur með
Wormlust
Smelltu til að hlusta á Vitriol
með Carpe Noctem