Kjarninn - 26.12.2013, Blaðsíða 53
06/07 kjarninn tÓNLiSt
áhugaverðari á markaði í dag,
virðist geta gert hvað sem er
og hikar ekki við að gera það
– tilrauna mennskan er sem
ferskur blær inn í senuna.
Raftónlistarsenan átti mögu-
lega sterkasta árið af þeim tón-
listarstefnum sem hér eru teknar
til greina. Af framúrstefnu legum
og tilraunakenndari tónlistar-
mönnum ársins innan stefn-
unnar má nefna Burial, Haxan
Cloak, Tim Hecker og Oneothrix Point Never.
Burial kom flestum að óvörum og gaf út þriggja laga
stuttskífuna Rival Dealer í desember, nákvæmlega ári
eftir síðustu stuttskífu, og má því vonast eftir að fá árlega
jólaglaðning frá Burial-sveininum næstu ár. Hann er greini-
lega búinn að taka ástfóstri við tónlistar formið og virðist það
henta honum fullkomlega enda eru stuttskífurnar undanfar-
in ár hverri annarri betri.
Tim Hecker og Daniel Lopatin (Oneothrix Point Never)
gáfu út stórgóða plötu saman árið 2012 og eiga svo tvær af
betri tilrauna-rafplötum ársins; Virgins og R Plus Seven.
Haxan Cloak er á hraðri uppleið þessa dagana og plata
hans Excavation er þung og vönduð plata sem mun standast
tímans tönn.
Listamenn og hljómsveitir á borð við Atoms for Peace,
Trentemoller, Darkside, Forest Swords, Moderat, Baths,
Boards of Canada og Shlohmo áttu einkar góðar plötur á
árinu.
Þá ber sérstaklega að nefna frábæra plötu James Blake
– Overgrown. Platan er sannkallaður töfraheimur og besta
verk Blakes hingað til.
Aðrar plötur sem vert er að minnast á úr hinum ýmsu
stefnum eru stórgóðar plötur Melody’s Echo Chamber,
Arcade Fire, Bibio, Kurt Vile, My Bloody Valentine og
Youth Lagoon.
Göldróttur
James Blake gerði töfra-
gripinn Overgrown á árinu.