Kjarninn - 26.12.2013, Qupperneq 57

Kjarninn - 26.12.2013, Qupperneq 57
03/04 kjarninn KViKMYNDiR Ófeigur gengur aftur kom út mitt á milli síðastnefndu tveggja myndanna og braut því upp þetta óháða íslenska „kvikmynda vor“. Undirritaður sá hana reyndar ekki sökum þess að stiklan fyrir hana vakti risastóran kjánahroll, en miðað við hana var þetta gamaldags íslensk kómedía með Ladda í aðalhlutverki og líklega óþarfi að segja meira um hana. Kvikmyndaárinu lauk síðan um haustið með stór- myndunum Hross í oss og Málmhaus. Segja má að Hross í oss sé sigurvegari ársins, en fyrir utan að vera aðsóknarmesta íslenska mynd ársins hefur hún þegar fengið þó nokkur verðlaun á hátíðum erlendis, svo sem á Spáni og í Japan, og virðast útlendingar almennt vera hrifnari af henni en Íslendingar (fyrir utan alla hestamennina auðvitað). Myndin er frumraun leikarans Benedikts Erlingssonar (hann hafði áður leikstýrt tveimur stuttmyndum) og þó að sumt megi finna að henni (myndin segir nokkrar sögur sem ná ekki alveg að mynda nógu sterka heild) verð,ur að segjast að Benedikt hefur tekist að gera eitthvað alveg nýtt og ferskt, eins konar listræna hestablætismynd „a la Benni Erlings“ og greinilegt er að hann kann að nota kvikmyndaformið sem sjónrænan miðil. Það er lítið talað í myndinni og hún er full af ljóðrænum skotum af hestum við alls konar athafnir, og nærmyndum af ýmsum líkamshlutum þeirra. Maður mun ekki líta hestsauga sömu augum eftir að hafa séð Hross í oss. Benedikt á vonandi eftir að þróast meira sem leikstjóri og verður spennandi að sjá hvað hann gerir næst. Síðasta mynd ársins, Málmhaus eftir Ragnar Bragason, var að mörgu leyti frekar hefðbundin, og mjög íslensk, mynd um utanveltu einstakling í einangruðu samfélagi og líka mynd um fjölskyldu að eigast við missi, tvö mjög algeng minni í íslenskum myndum. En myndin náði að greina sig frá öllum hinum myndunum með því að hafa black metal- tónlist í forgrunni og vann með það á skemmtilegan hátt. Hún verður líka betri eftir því sem á líður, virkar mjög klisju- kennd í upphafi en nær smám saman að snerta mann, og að hluta til er það út af því hvernig Ragnari tekst að tvinna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Kjarninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.