Kjarninn - 26.12.2013, Page 76
06/07 kjarninn tÖLVULEiKiR
nBa2K14 fær bestu dómanna
Knack, leikurinn sem Sony hefur hampað hvað mest í auglýs-
ingum, er fallegur, enda Playstation 4 öflug tölva. Leikurinn
sjálfur færir þó ekkert nýtt að borðinu sem menn hafa ekki
séð áður. Verið er að endurvinna hugmyndir og það illa. Að
sama skapi fær Ryse (eingöngu fyrir Xbox One) sem gerður
er af Crytek (FarCry, Crysis) misjafna dóma, en um er að
ræða „hack and slash“-leik með sífelldum endurtekningum
og myndskeiðum (e. cutscenes) þó að grafíkin sé sannarlega
góður fulltrúi nýrra tíma og öflugri véla. Menn áttu alltaf
von á fallegum leik enda Crytek-menn þekktir fyrir að gera
leiki sem fá öflugustu PC-vélar til að biðja um miskunn, þeir
kunna að gera grafík. Öll myndskeið úr Ryse sýna það og
sanna en á sama tíma sér maður að spilunin er kannski ekki
nýjasta nýtt.
Sá leikur sem eflaust fær bestu dómana er NBA2K14, en
framleiðandinn Visual Concepts hefur haft vinningsformúlu
í höndunum í mörg ár. Helsti keppinauturinn, EA Sports,
hætti gerð NBA Live-leikjanna sem hafa komið út í yfir tíu ár
og settist aftur að teikniborðinu, en fyrsta útgáfan af endur-
bættum leik sem kom út nýverið hefur hlotið vægast sagt
slæma dóma. Í NBA2K14 geta menn séð með eigin augum
Nýtt líf Tomb Raider
Lara Croft hefur verið
hugsuð upp á nýtt
og fyrsti leikurinn af
eflaust mörgum var
mærður í bak og fyrir.
Fyrirmyndar endur-
gerð.