Kjarninn - 26.12.2013, Qupperneq 79

Kjarninn - 26.12.2013, Qupperneq 79
Bergur ebbi Benediktsson Grínisti og lögfræðingur 1 Hver eru uppáhalds áramótaskaupin þín og af hverju?ég get ómögulega sagt hver eru uppáhalds áramótaskaupin mín. Þetta rennur allt saman í minningunni. Hvar og hvernig getur maður horft á þetta? Er fólk að hlaða þessu niður á torrent? Þetta er allavega ekki til á DVD. ég horfi bara á þetta tvisvar, á gamlársdag og svo þegar það er endursýnt daginn eftir. Yfirleitt er ég mjög sáttur en að vísu fannst mér það síðra árið 2012 en oft áður. Eftirminnilegustu atriðin undanfarin ár eru þegar Þorsteinn Bachmann lék Björgólf thor. ætli það hafi ekki verið í fyrsta hruns-uppgjörs skaupinu. Svo var „Dabbi kóngur“ líka gott atriði, Örn Árnason að syngja Puff Daddy og Hannes Hólmsteinn og félagarnir í kringum hann eins og gengi í rappmyndböndum. Þetta dót var gróft og djarft. Nú tel ég hins vegar að það sé minni stemning fyrir ádeilu á spillingu. Það er að vísu örugglega alveg jafn mikil spilling á landinu nú eins og oft áður en ég held að það ætti frekar að gera grín að kverúlöntum, fólki sem telur sig vita allt um hvernig landinu skuli stjórnað og hvernig fólk eigi að haga sér. Það er pest okkar tíma. Svo má líka bara vera venjulegt grín, fólk að festast í rúllustigum og svoleiðis. Það þarf ekki allt að vera ádeila, ef skaupið verður þannig þá er það bara fallið í sömu gryfju og téðir kverúlantar. 2 Hvaða þrjú atvik á árinu eiga klárlega heima í komandi áramótaskaupi? af hverju? töp og sigrar þjóðarinnar eru alltaf vinsælt efni í þessum árlega spéspegli. Við byrjuðum árið á því að „vinna“ icesave- málið. ég held að það verði að koma inn á það í skaupinu. Við höfðum sama viðhorf gagnvart þessu eins og íþrótta kappleik. Þess vegna var það líka súrt þegar við töpuðum mikilvægasta fótboltaleik Íslands- sögunnar, umspilinu gegn Króatíu. Þess vegna má gera grín að tárum Eiðs Smára þó það hafi verið fallegt augnablik, því allt sem sameinar þjóðina á erindi í skaupið. Fyrir utan þetta tvennt þurfa alþingis- kosningarnar að hafa sinn sess í skaupinu. Hvers vegna er kominn flokkur á alþingi sem kennir sig við sjóræningja? Hvaða holu í þjóðarsálinni eru þeir að fylla? Hvers vegna voru svona mörg sérframboð og hvers vegna fengu þau öll svona ömurlega útkomu þrátt fyrir að vera boðberar „réttlætis, lýðræðis og sanngirni“? skaupið krufið 01/01 kjarninn ÁRaMÓtaSKaUPið dr. Gunni tónlistarmaður 1 Hver eru uppáhalds áramótaskaupin þín og af hverju? ég verð nú bara að játa upp á mig að muna ekki skaupin sem afmarkaða heild, maður man bara eitt og eitt atriði og hefur því á tilfinningunni að við komandi skaup hafi verið tipp topp. Stundum hafa skaupin verið svo ferlega slöpp að manni stekkur ekki bros. En allavega: Gísli Rúnar að leika Árna Johnsen sama ár og dúka-skandallinn hans kom upp var ógeðslega gott atriði. Það var skaupið 2001. Árið eftir var Pálmi Gestsson líklega látinn leika Ólaf Ragnar að syngja „ég vil ekki vera svona, með hárið eins og gömul kona“, sem var líka rosa gott og minnisstætt. Kreppuskaupið 2009 var rosa vel heppnað, þjóðin búin að vera hálf sturluð allt árið og skaupið gott eftir því. Þetta skaup náði hámarki með lokalaginu, Páli Óskari að syngja Skrúð-krimmarnir. 2 Hvaða þrjú atvik á árinu eiga klárlega heima í komandi áramótaskaupi?ég gæti trúað að Óli Geir og Keflavík Music Festival komi eitthvað fyrir og gott ef ekki Gylfi ægisson og typpasleikjóarnir hans líka. Svo hlýtur bara Framsóknarflokkurinn að koma eitthvað fyrir, hið velheppnaða kosningatrix sem kjósendur löptu upp og svo verða Vigdís Hauksdóttir og frík-skóaður Sigmundur Davíð líklega áberand, þótt þau sjái nú aðal- lega sjálf um að gera grín að sér. Helga Braga jónsdóttir leikkona 1Hver eru uppáhalds áramótaskaupin þín og af hverju? Áramótaskaupin renna nú út í eitt, líka þau sem ég hef leikið í. Mér fannst skaupið 1994 mjög gott, líka kvennaskaupið þar sem Edda Bjö. sagðist mála með sínum „fýsísku penslum“ og skaupið þar sem Gísli Rúnar Jónssson lék Skattmann. 2 Hvaða þrjú atvik á árinu eiga klárlega heima í komandi áramótaskaupi? af hverju? Klárlega Vodafonlekinn og RÚV- uppsagnirnar, sem voru eins og senur í gamalli absúrd austur-evrópskri bíómynd um njósnir og uppsagnir. Þó að það sé sorglegt þarf einmitt að gera grín að vaxandi stéttaskiptingu sem sýnir sig t.d. í kaupum á 8 milljóna KRÓNa sjónvörpum og að lítil börn séu að fá iPhone 5s í skóinn á meðan raðir í matarúthlutun hjá fjölskylduhjálpinni lengjast, þetta er algjörlega fáránlegt og skaupið þarf að stinga á þessu! sunna valgerðardóttir fréttakona á RÚV 1 Hver eru uppáhalds áramótaskaupin þín og af hverju? 1993 – Þetta var í fyrsta sinn sem ég skildi hvers vegna fólk hló að Skaupinu. Ólafía Hrönn Jónsdóttir náði Björk Guðmundsdóttur í raun betur en hún sjálf og Ríkisútvarpið ætti tvímælalaust að taka upp hinn hárbeitta spjallþátt „Hvað á þetta að þýða eiginlega?“ 2008 – annars vegar fékk sonur minn, þá þriggja ára, lokaatriðið alvarlega á heil- ann, horfði á það nær daglega, söng það hástöfum og dansaði abba-sporin þess á milli, sem var mjög sætt. Hins vegar bjó ég erlendis á þessu stórmerkilega ári og þótti því vænt um að fá það súmmerað upp í grín þegar því lauk. Svo var það ansi fyndið. 2011 – Kannski er það á listanum vegna þess að ég man enn hversu mikið ég hló. Þetta var þétt og fyndið Skaup út í gegn, vel leikið og skemmtilega fléttað. Ólafur Elías son og Hildur Líf eru í sérstöku uppáhaldi. 2 Hvaða þrjú atvik á árinu eiga klárlega heima í komandi áramótaskaupi? af hverju? Strigaskórinn hans Sigmundar. að láta sér detta í hug að hitta kollega þína, sem eru óvart meðal valdamesta fólks í heimi, í einum strigaskó og einum spariskó er rannsóknar efni. Hvernig er hægt að gera þetta fyndnara veit ég hins vegar ekki. Vodafone-árásin. Ráðherrar koma við sögu sem höfundar og móttakendur SMS- anna sem lekið var á netið og það ætti að vera auðvelt að leika sér með það. Svo mætti auðvitað flétta inn í ástæður árás tyrkneska hakkarans, sem var augljóslega að vinna fyrir íslensku stjórnarandstöðuna. Yfirbugaði flugdólgurinn. Það er í sjálfu sér ekkert gamanmál að drekka yfir sig í flugvél, vera yfirbugaður og teipaður niður af samferðarmönnum þínum og enda sem meme á internetinu. Nema stundum. Það ætti ekki að vera flókið að skipta út þessum óþekkta manni fyrir einhvern aðeins meira þekktan. Sem ætti kannski að ferðast eitt- hvað til útlanda sökum starfs síns.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Kjarninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.