Kjarninn - 26.12.2013, Síða 80

Kjarninn - 26.12.2013, Síða 80
01/01 kjarninn KJaRNiNN K jarninn kom fyrst út 22. ágúst eftir andvöku- nætur aðstandenda, mikið stress og álag í aðdraganda fyrsta útgáfudags. Eins og oft fylgir stofnun fyrirtækja komu upp margvíslegir erfiðleikar í aðdraganda þess að fyrsta útgáfan kom út. Öll vandamálin leystust þó að lokum. Allt frá upphafi hefur verið lagt upp með að bjóða upp á vandaðan fjölmiðil sem leggur áherslu á gæði og dýpt í efnis tökum og skemmtilega umfjöllun og afþreyingu þar sem nýttir eru möguleikarnir sem stafræna útgáfan býður upp á. Fyrsta stafræna útgáfan á íslandi Deildu með umheiminum Kjarninn Magnús Halldórsson magnush@kjarninn.is stundin nálgast 1. útgáfa Í fyrstu útgáfunni var fjallað ítarlega um eitt stærsta mál íslensks samtíma, fjármagnshöftin, snjóhengjuna og fyrir- hugaðar aðgerðir stjórnvalda um lækkun á verðtryggðum fasteignalánum heimila. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var af þessu tilefni í ítarlegu viðtali. Þá birti Kjarninn leynilega skýrslu um SpKef sem unnin var fyrir FME og sýndi ótrúlega óráðsíu í rekstri sjóðsins fjölda meintra lögbrota stjórnenda. drengskaparheit tekið af bankamönnum 2. útgáfa Í annarri útgáfu var fjallað ítarlega um sérfræðingahópa stjórnvalda um lækkun fasteignalána og afnám verð- tryggingar. Greint var frá því að sérfræðingarnir hefðu verið látnir skrifa undir drengskaparheit í ljósi þess að þeir störfuðu á fjármálamarkaði. Fréttirnar ollu miklum titringi innan fjármálakerfisins. óðinn jónsson svarar fyrir sig 3. útgáfa Óðinn Jónsson, fréttastjóri RÚV, var viðmælandinn í þriðju útgáfu og ræddi þar um stöðu RÚV, gagnrýni Morgun- blaðsins á fréttaflutning og ýmislegt fleira. Óðinn hefur sárasjaldan mætt í viðtöl sem þessi og vakti greining hans á þjóðmálaumræðunni að vonum mikla athygli. ný bóla skrifuð í skýin 4. útgáfa Í fjórðu útgáfu var staðan á fasteignamarkaði til umfjöllunar. Allt bendir til þess að þúsundir Íslendinga sem eru að koma inn á fasteignamarkað á næstu árum muni eiga í miklum vandræðum með að koma þaki yfir höfuðið. Fyrirsögnin á forsíðu; Ný bóla skrifuð í skýin, gaf tóninn fyrir ítarlega umfjöllun. Why aron? 5. útgáfa Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson tók þá umdeildu ákvörðun að spila með bandaríska landsliðinu frekar en því íslenska og hlaut bágt fyrir hjá forsvarsmönnum Knattspyrnusambands Íslands. Kjarninn tók ítarlegt viðtal við Aron af þessu tilefni þar sem hann tjáði sig um ákvörðun sína. Viðtalið vakti mikla athygli, ekki síst fyrir þá sök að Aron sagðist vonast til þess að hitta íslensku félaga sína í landsliðinu í lokakeppninni í Brasilíu 2014. Grátlega litlu munaði að það gerðist eftir að Króatía sló Ísland úr keppni. við viljum þig 6. útgáfa Prédikarinn Franklin Graham kom til landsins í ágúst og af því tilefni fjallaði Kjarninn ítarlega um söfnuðinn sem hann tilheyrir og útbreiðslu hans á bókstafstrú sinni um víða ver- öld. Mikil umræða spannst í þjóðfélaginu og fór svo að Agnes Sigurðardóttir gagnrýndi bókstafstrú Franklins Graham í ræðu. ég er hættulegastur 7. útgáfa Jón Gnarr borgarstjóri sagði í sjöundu útgáfu Kjarnans að hann væri hættulegasti stjórnmálamaður landsins. Viðtalið vakti gríðarlega athygli, en í því upplýsti Jón að hann myndi upplýsa um það í Tvíhöfðaþætti á Rás 2 hvort hann ætlaði sér fram í sveitarstjórnarkosningum eða ekki. Þjóðin beið síðan spennt yfir útvarpinu 30. október þegar hann tilkynnti þá ákvörðun að bjóða sig ekki fram aftur. Kröfuhafar sýna á spilin 8. útgáfa Í áttundu útgáfu Kjarnans voru birtar í fyrsta skipti sviðs- myndir sem koma til greina við uppgjör á krónueignum erlendra aðila hér á landi, þar á meðal kröfuhafa í þrotabú bankanna. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið og því var umfjöllunin mikilvægt innlegg í umræðu um þessi mál. Viðtal við Sigurlínu Ingólfsdóttur, forritara í Svíþjóð, vakti einnig mikla athygli, en hún hefur miklar áhyggjur af því hvernig konur birtast börnum í tölvuleikjum. Konur vilja spjalla, karlar vilja kynlíf 9. útgáfa Úttekt gagnblaðamannsins Páls Hilmarssonar á notendum einkamála.is var til umfjöllunar. Þar voru notendur greindir eftir aldri, kyni og áhugasviðum og ljósi varpað á þetta risastóra samfélag sem vefurinn er. Hreggviður Jónsson, for maður Viðskiptaráðs Íslands, var viðmælandi vikunnar og varaði við því að það gæti reynst erfitt að leysa ekki úr snjóhengju vandamálum með hjálp frá útlöndum. Vanda- málið væri það stórt. mokgræddu á falli krónunnar 10. útgáfa Í tíundu útgáfu voru frumgögn frá PwC birt sem sýndu umfangsmiklar stöðutökur stjórnenda hjá Kaupþingi gegn íslensku krónunni. Þeir mokgræddu á falli krónunnar, eins og sagði á forsíðu. Birting gagnanna olli miklum titringi, slitastjórn Kaupþings hótaði að krefjast lögbanns en gerði síðan ekki alvöru úr hótuninni þegar á hólminn var komið. tónlist er íslensk stóriðja 11. útgáfa Íslensk tónlist átti hug Kjarnans í elleftu útgáfu og var ítar- lega fjallað um hana á mörgum stöðum í útgáfunni. Birkir Hólm Guðnason, forstjóri Icelandair, ræddi um mikilvægi tónlistarinnar fyrir ferðaþjónustuna og þá var fjallað um áhrif Iceland Airwaves á íslenska hagkerfið. Skemmst er frá því að segja að íslensk tónlist er einn af máttarstólpum Íslands í margvíslegu tilliti og mælist mikilvægi hennar vel í beinhörðum peningum. laugavegur ekki lengur draugavegur 12. útgáfa Tinna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og einn af eigendum barnafataframleiðandans Ígló&Indí, var viðmælandi vikunnar og fjallaði um stóra útrásardrauma fyrirtækisins. Mikill metnaður er innan raða fyrirtækisins og eru að- standendur staðráðnir í að búa til alþjóðlegt vörumerki með íslenskar rætur. Þá var aukið líf á Laugaveginum til umræðu, en ferðamenn hafa glætt hann lífi. líbíufé á ögurstundu 13. útgáfa Kjarninn hélt áfram að birta gögn. Að þessu sinni voru birt gögn um ótrúlega atburðarás eftir að íslensku bankarnir hrundu, þar sem stjórnvöld í Lúxemborg freistuðu þess að fá fjárfestingarsjóði frá Líbíu til þess að kaupa starfsemi Kaup- þings í Lúxemborg. Skýrsla sem unnin var af fyrr verandi starfsmanni fjármálaeftirlitsins í Lúxemborg var til um- fjöllunar. Inn í þetta allt blandaðist hörð milliríkjadeila milli Lúxemborgar og Belgíu – bak við tjöldin. Björguðu eigin skinni 14. útgáfa Í fjórtándu útgáfu var SpKef til umfjöllunar og aftur voru birt gögn sem skipta almenning miklu máli endaði kostaði fall SpKef skattgreiðendur 26 milljarða króna. Í gögnunum mátti sjá að Kaupfélag Suðurnesja tók á sig fjárhagslegt högg sem nokkrir valdir viðskiptavinir og stjórnendur SpKef hefðu annars fengið á sig ef ekki hefði komið til þess að kaup- félagið keypti af þeim hríðfallandi stofnfjárbréf. verðum að þola að einhver verði ríkur 15. útgáfa Brynjar Níelsson þingmaður liggur ekki á skoðunum sínum og gerði það ekki í viðtali í fimmtándu útgáfu Kjarnans. Þar tjáði hann sig meðal annars um skuldaniðurfellingaráform stjórnvalda, pólitísk átök og nauðsyn þess að vaða á móti straumnum. –U\JJL°KRUõ°  ºWJ¡ID Sextánda útgáfan var fjölbreytt að vanda, en aðalefnið í henni var ítarleg umfjöllun um hina fordæmalausu tölvuárás á Vodafone þar sem þúsundir perónulegra skilaboða fólks- ins voru opinberuð á vefsíðu eftir að tölvuhakkari réðst á fyrirtækið. Mikil umfjöllun var í kjölfarið um netöryggismál á Íslandi. elskar að vera hötuð 17. útgáfa Vigdís Hauksdóttir er ekki ofarlega á vinsældalista fólks sem ekki styður ríkisstjórnarflokkanna, svo mikið er víst. En hún lætur til sín taka og gegnir mjög mikilvægum trúnaðar- störfum sem þingmaður Framsóknarflokksins, er meðal annars formaður fjárlaganefndar Alþingis. Hún segir að næsta ár, 2014, verði það ár þar sem stjórnarflokkarnir muni byrja að setja fyrir alvöru mark sitt á stjórn landsins. Hjálpa öðrum að hjálpa sér 18. útgáfa Þróunaraðstoð er einhverra hluta vegna mál sem reglulega er deilt um hér á landi. Hversu mikið á Ísland að leggja í þró- unaraðstoð? Sitt sýnist hverjum um það. Kjarninn kannaði umfang þróunaraðstoðar, í hvað peningarnir færu og hver árangurinn hefði verið. Í stuttu máli hefur árangurinn verið mikill og aðstoðin hjálpaði fólki í neyð víða um heim. Fram- lag Íslands til Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna hefur skipt gríðarlega miklu máli fyrir hin ýmsu svæði í heiminum þar sem fátækt gerir líf fólks erfitt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.