Kjarninn - 26.12.2013, Side 86

Kjarninn - 26.12.2013, Side 86
04/06 kjarninn StJÓRNMÁL Merkel í raðir Kristilega Demókrataflokksins (CDU), sem er frjálslyndur íhaldsflokkur á miðjum hægri væng þýskra stjórnmála. Á þeim tíma voru valdastöður flokksins yfir- leitt skipaðar vestur-þýskum karlmönnum. Merkel gegndi nokkrum ráðherrraembættum í stjórnartíð Helmut Kohl, þangað til hún varð kanslari árið 2005. Það kom mörgum á óvart að hinn íhaldssami flokkur skyldi hafa valið sér austur- þýskan, kvenkyns leiðtoga sem jafnframt var fráskilin og barnlaus. alþýðleg en skortir sjarma Merkel er gríðarlega vinsæl í Þýskalandi, jafnvel vinsælli en flokkurinn sem hún stendur í forsvari fyrir. Hinn almenni Þjóðverji kann að meta stjórnunarstíl hennar og alþýðlega framkomu en stöðugt efnahagsástand landsins hefur eflaust einnig eitthvað að segja um vinsældir hennar. Undir stjórn Merkel hefur jafnvægi haldist í þýsku efnahagslífi þrátt fyrir alþjóðlegt efnahagshrun. Útflutningsiðnaðurinn hefur haldist nokkuð sterkur og atvinnuleysishlutfallið er með því lægsta í Evrópu. Stjórnunarstíll Merkel vekur traust hjá Þjóðverjum, en hún virkar ávallt róleg og yfirveguð. Hún íhugar málin vandlega þegar taka á mikilvægar ákvarðanir og hefur í gegnum tíðina jafnvel tekið ákvarðanir sem ganga þvert á stefnu flokksins. Þess vegna treystir hinn almenni Þjóðverji henni, þar sem hún fylgir ekki alltaf flokkslínunni ef mikil vægir þjóðarhagsmunir eru í húfi. Ýmsir gætu haldið því fram að Merkel skorti sterka útgeislun eða sjarma, en alþýð leikinn verður ekki tekinn af henni. Þegar Merkel tók við stöðu kanslara afþakkaði hún hið hefðbundna kanslara- aðsetur og kaus heldur að búa í venjulegri íbúð á besta stað í Berlín. Þar býr hún enn þann dag í dag ásamt eiginmanni sínum, sem kýs að forðast sviðsljósið. Þó að sjaldnast sjáist til eiginmannsins má endrum og eins rekast á Merkel í matvöru búðum, en hún kýs að sjá um sín eigin innkaup. Þessa nálægð við hinn almenna Þjóðverja kunna landsmenn vel að meta. Merkel er að sjálfsögðu ekki laus við gagnrýni, en stefnuleysi hefur þar helst verið nefnt, sem og skortur „Stjórnunarstíll Merkel vekur traust hjá Þjóð- verjum, en hún virkar ávallt ró- leg og yfir veguð. Hún íhugar málin vandlega þegar taka á mikil- vægar ákvarðanir og hefur í gegnum tíðina jafnvel tekið ákvarðanir sem ganga þvert á stefnu flokksins.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.