Kjarninn - 26.12.2013, Blaðsíða 87
05/06 kjarninn StJÓRNMÁL
á langtímamarkmiðum. Erfitt hefur reynst fyrir stjórnar-
andstæðinga að gagnrýna Merkel, þar sem hún á það til að
taka stefnur þeirra til skoðunar og jafnvel innleiðingar.
málamiðlanir og stefnubreytingar
Helstu hitamál síðustu misseri þar sem Merkel hefur
verið í brennidepli eru stjórnarmyndunar viðræður
við Jafnaðarmanna flokkinn, NSA-hleranir, ESB-
niðurskurðaraðgerðir og stefnubreyting í kjarnorkumálum.
Í kjölfar niðurstöðu þingkosninganna í september á síðasta
ári ákvað flokkur Merkel að fara í stjórnarmyndunar-
viðræður við Jafnaðarmanna flokkinn. Þrátt fyrir að Kristilegi
demókrata flokkurinn hafi hlotið 41,5% en Jafnaðarmanna-
flokkurinn 25,7% er nokkuð ljóst að Merkel og flokksfélagar
hafa þurft að fórna ýmsu til þess að samningar næðust.
Nokkrum af helstu kröfum Jafnaðarmanna var mætt, en
lágmarkslaun verða sett á í öllu Þýskalandi, sem áður hafði
aðeins tíðkast í nokkrum sambandsríkjum. Merkel stóð hins
vegar föst á því að skattar yrðu ekki hækkaðir. Lítið kom
fram í stjórnarsáttmálanum um skuldavanda Evrusvæðisins
en Merkel mun eflaust halda áfram á sömu braut þar sem
helsta markmiðið er að bjarga evrunni. „If the Euro fails,
Europe fails,“ hefur hún látið hafa eftir sér. Fram að árinu
2011, þegar náttúruhamfarir ollu leka í kjarnorkuverinu í
Fukushima, hafði Merkel verið eindreginn stuðningsmaður
kjarnorkunotkunar. Eftir hörmungarnar í Japan breytti hún
algjörlega um stefnu og ákvað að loka ætti öllum kjarnorku-
verum í Þýskalandi á næstu árum. Í stjórnarsáttmálanum
skrifaði hún að auki undir aðgerðir sem eiga að draga úr
losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2020.
Hleranir valda titringi
Það mál sem vakti heimsathygli á árinu 2013 var þó ekki
kosningasigur Merkel og áframhaldandi vera hennar í
kanslarastól Þýskalands. Hleranir Bandarísku þjóðar-
öryggisstofnunarinnar (NSA) á farsíma Angelu Merkel vöktu
gríðarlega reiði í Þýskalandi. Sendiherra Bandaríkjanna
ítareFni
Merkilegur ferill
Heimildarmynd BBC um Merkel
Merkel kosin þrisvar
BBC fjallar um Merkel
Fyrstu kjörtímabilin
BBC fjallar um fyrstu árin
Smelltu á fyrirsagnirnar
til að lesa ítarefnið