Kjarninn - 26.12.2013, Page 95
07/09 kjarninn BÍLaR
tveimur forþjöppum, skilar um 630 hestöflum til hjólanna,
með viðkomu í átta hraða sjálfskiptingu. Skiptingin notast
við GPS-staðsetningartækni til að velja rétta gíra fyrir kom-
andi beygjur, sem verður að teljast framandi tilhugsun.
Það þarf ekki að hafa mörg orð um þennan bíl, þarna
eru sígild fegurð og framúrstefnuleg tækni hrist saman í
óaðfinnan legan kokkteil.
Ferrari 458 speciale
458 Speciale er sérútgáfa af Ferrari 458, sem er að margra mati
einn fallegasti Ferrari-bíll síðari tíma. Hann ku vera í uppá-
haldi, m.a. hjá James May úr Top Gear-þáttunum vinsælu.
Þessi útgáfa er kraftmeiri en upprunalega útgáfan, 605 hest-
öfl og togar 540 newtonmetra. Að auki er hann 90 kg léttari og
búinn alls kyns háþróuðum rás- og skriðvarnarbúnaði, ættuðum
úr Formúlu 1, og kemst í hundraðið á undir þremur sekúndum.
Frést hefur af sjálfsíkviknun og öðrum undarlegum slys-
um þar sem Ferrari 458 á í hlut undanfarin misseri. Verk-
smiðjurnar hafa innkallað bílana að minnsta kosti tvisvar
vegna framleiðslugalla – en það ætti svo sem ekki að koma
neinum Ferrari-aðdáanda á óvart.