Kjarninn - 26.12.2013, Síða 100

Kjarninn - 26.12.2013, Síða 100
02/04 kjarninn tæKNi nefnilega sjaldnast. Við hönnum fyrir okkur sjálf og göngum út frá því að þannig sé fólk almennt. Að þannig eigi fólk að vera, hegða sér og hugsa. Og ef eitthvað bendir til þess að forsenda okkar sé röng – að fólk sé ekki eins og við höfðum ímyndað okkur – ályktum við að fólk hafi einfaldlega rangt fyrir sér og þurfi að breytast. markmiðið er greið leið Göngustígarnir eru frábært dæmi um þetta, því við höfum flest séð troðna vegslóða í almenningsgörðum sem liggja þvert yfir malarstíg. Þar hefur hönnuðinum augljóslega mistekist að leggja göngustíg sem greiðir fólki leið, þar sem raunverulega fólkið vildi fara allt aðra leið en ímyndaða fólkið sem hann sá fyrir sér. En það er erfitt að horfast í augu við mistök og leiðrétta þau. Þess vegna gera það fæstir, heldur telja sér frekar trú um að fólkið sé vandamálið. Þannig urðu til skiltin sem segja: Gangið ekki á grasinu. En almenningsgarðar eru síður en svo stærsta birtingar- mynd þeirra rang hugmynda sem við höfum um notenda- miðaða hönnun í dag. Sú hugsun að hönnuðurinn segi notendum hvað þeir eigi að gera, hvað þeir eigi að vilja og hvernig þeir eigi að hegða sér er orsökin að flestum þeim árekstrum sem við eigum við tækni í dag. Og hver sem hefur notað tölvu, snjallsíma, fjarstýringu, prentara, örbylgju- ofn, sjónvarp, hljómtæki eða eitthvert tæknilegt fyrirbæri kannast við þá tilfinningu að tækið sé alls ekki hannað fyrir manneskjur. Nýlega varð alvarlegur árekstur á milli tækni og fólks þegar hakkari braust inn í tölvukerfi Vodafone og dreifði persónulegum upplýsingum fólks um allt internetið. Þar á meðal voru ódulkóðuð lykilorð inn á heimasvæði viðskipta- vina hjá Vodafone. Að fyrirtæki sem reiðir sig að miklu leyti á öryggi upplýsinga skuli fara svo slælega með viðkvæm gögn er auðvitað fyrir neðan allar hellur, en það sem gerði innbrotið enn alvarlegra var að mörg af þessum lykilorðum notaði fólk líka á öðrum stöðum, til dæmis í tölvupóstinn sinn, netbankann, Facebook og á ýmsar aðrar síður sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.