Kjarninn - 26.12.2013, Qupperneq 100
02/04 kjarninn tæKNi
nefnilega sjaldnast. Við hönnum fyrir okkur sjálf og göngum
út frá því að þannig sé fólk almennt. Að þannig eigi fólk að
vera, hegða sér og hugsa. Og ef eitthvað bendir til þess að
forsenda okkar sé röng – að fólk sé ekki eins og við höfðum
ímyndað okkur – ályktum við að fólk hafi einfaldlega rangt
fyrir sér og þurfi að breytast.
markmiðið er greið leið
Göngustígarnir eru frábært dæmi um þetta, því við höfum
flest séð troðna vegslóða í almenningsgörðum sem liggja
þvert yfir malarstíg. Þar hefur hönnuðinum augljóslega
mistekist að leggja göngustíg sem greiðir fólki leið, þar sem
raunverulega fólkið vildi fara allt aðra leið en ímyndaða
fólkið sem hann sá fyrir sér. En það er erfitt að horfast í
augu við mistök og leiðrétta þau. Þess vegna gera það fæstir,
heldur telja sér frekar trú um að fólkið sé vandamálið.
Þannig urðu til skiltin sem segja: Gangið ekki á grasinu.
En almenningsgarðar eru síður en svo stærsta birtingar-
mynd þeirra rang hugmynda sem við höfum um notenda-
miðaða hönnun í dag. Sú hugsun að hönnuðurinn segi
notendum hvað þeir eigi að gera, hvað þeir eigi að vilja og
hvernig þeir eigi að hegða sér er orsökin að flestum þeim
árekstrum sem við eigum við tækni í dag. Og hver sem hefur
notað tölvu, snjallsíma, fjarstýringu, prentara, örbylgju-
ofn, sjónvarp, hljómtæki eða eitthvert tæknilegt fyrirbæri
kannast við þá tilfinningu að tækið sé alls ekki hannað fyrir
manneskjur.
Nýlega varð alvarlegur árekstur á milli tækni og fólks
þegar hakkari braust inn í tölvukerfi Vodafone og dreifði
persónulegum upplýsingum fólks um allt internetið. Þar á
meðal voru ódulkóðuð lykilorð inn á heimasvæði viðskipta-
vina hjá Vodafone. Að fyrirtæki sem reiðir sig að miklu leyti
á öryggi upplýsinga skuli fara svo slælega með viðkvæm
gögn er auðvitað fyrir neðan allar hellur, en það sem gerði
innbrotið enn alvarlegra var að mörg af þessum lykilorðum
notaði fólk líka á öðrum stöðum, til dæmis í tölvupóstinn
sinn, netbankann, Facebook og á ýmsar aðrar síður sem