Kjarninn - 26.12.2013, Síða 104

Kjarninn - 26.12.2013, Síða 104
Deildu með umheiminum pistill væntingar til ársins 2014 Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands skrifar v ænting þýðir eftirvænting, von eða þrá. Í ljósi merkingar orðsins og í ljósi þess að ég hugsa til komandi árs, ársins 2014, vona ég að Ís- lendingar beri gæfu til að finna betri leiðir til lausnar málefna er tengjast hælisleitendum. Fjölmiðlar flytja okkur fréttir úr þessum málaflokki sem vekja sorg í hjarta mínu. Það er óásættanlegt að þau sem flýja ömurlegar aðstæður og öryggisleysi heimalands síns búi við það sama hér á landi. Við erum hluti af löndum heims, mannkyni jarðar. Á tímum tækni og mikilla samskipta fólks um allan heim ættum við að vera meðvitaðri um það að um leið og við búum við mannréttindi af ýmsum toga ber okkur skylda til að eiga samtal um og taka þátt í umræðu og aðgerðum varðandi flóttafólk. Því miður eru allt of margir sem ekki geta búið í heimalandi sínu sökum aðstæðna sem ekki teljast mannsæmandi og vegna ófriðar af ýmsu tagi. Ófriðar sem á rætur að rekja til óréttlætis og skorts á mannúð. Íslendingar hafa mikið að gefa í þeirri umræðu sem þarf að eiga sér stað í heiminum um vandamál flóttafólks og hælisleitenda. Við þurfum líka að endurskoða lög, reglur og verklag varðandi málefni þeirra sem hingað leita í neyð sinni sem hælisleitendur. Það er smánarblettur í samfélaginu að þau sem skera sig úr að einhverju leyti þurfi að sitja undir orðum sem særa og niðurlægja eða athöfnum sem gera þeim lífið leitt. Hvað á það að þýða að fólk fái að heyra athuga- semdir um útlit sitt eða uppruna? Þvílík frekja og dónaskapur. Við þurfum líka að vera kurteisari og bera meiri virðingu fyrir öðrum og skoðunum þeirra. Sá siður að gera lítið úr skoðunum annarra er landlægur og er hvorki til eftirbreytni né sóma fyrir við- komandi eða samfélagið, því slík orðræða er ekki til þess fallin að leysa mál eða bæta líf. Ég vænti þess að réttlæti nái fram að ganga varðandi önnur mál er liggja á sam- félaginu. Ofbeldi er orðið daglegt brauð og ekki þykir tiltökumál að beita því. Það er óásættanlegt að öryggi okkar sé ógnað og fólk geti ekki gengið um götur og hús óáreitt. Ég vænti þess einnig að við sem kristin erum fáum frið til að iðka trú okkar og ótti stjórni ekki umræðu um trúarbrögð og áhrif þeirra í samfélaginu. Ef við hættum ekki óttaumræðunni um trúna þá veikjum við þann grunn sem við stöndum á og byggjum líf okkar á sandi sem auðveldlega getur runnið til og eyðilagt uppbyggingu og þann siðferðisgrunn sem við stöndum á. Á árinu 2014 eru liðin 400 ár frá fæðingu prestsins og skáldsins Hallgríms Péturssonar, sem orti meðal annars heilræða vísur, sem enn standa fyrir sínu. Síðasta vísan er þannig: Víst ávallt þeim vana halt: Vinna, lesa, iðja; umfram allt þó ætíð skalt elska Guð og biðja. Að elska Guð og biðja er sá trausti grunnur sem ég vil standa á sem einstaklingur og sem kirkja. Samfélag sem tekur Guð með í reikninginn er ríkt samfélag. Ríkidæmið felst í því að treysta á Guðs miskunn og nærveru hvenær sem er og hvar sem er. Væntingar til ársins 2014 eru bundnar þeirri trú minni að: Í hendi Guðs er hver ein tíð, í hendi Guðs er allt vort stríð, hið minnsta happ, hið mesta fár, hið mikla djúp, hið litla tár. „Ég vænti þess einnig að við sem kristin erum fáum frið til að iðka trú okkar og ótti stjórni ekki um- ræðu um trúarbrögð og áhrif þeirra í samfélaginu.“ um HöFundinn Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands 01/01 kjarninn PiStiLL
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.