Kjarninn - 23.01.2014, Blaðsíða 5

Kjarninn - 23.01.2014, Blaðsíða 5
04/05 Kjarninn Leiðari Margt í þessari mynd má heimfæra yfir á raunveru- leikann eins og hann blasir við okkur í dag. Þannig er það nefnilega oft með góðar vísindaskáldsögur. Kallinn í áður- nefndu atriði hafði sem sagt gengið til liðs við vonda liðið og ákveðið að njóta draumaheimsins í úthlutuðu forréttindalífi frekar en að storka ráðandi öflum. Hann vildi meina að fáfræði væri sæla. Fyrir sléttri viku vakti athygli frétt í hádegisfréttatíma RÚV um þingstörfin. Í niðurlagi fréttarinnar var greint frá því stuttlega að nánast aldrei hefðu þingmenn lagt fram jafn fáar fyrirspurnir í óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra og þann daginn. Yfirleitt væri þessi dagskrárliður þéttset- inn, færri fyrirspurnir kæmust að en vildu, en þennan dag hefðu fyrirspurnirnar verið þrjár talsins. Svo stuttan tíma tók að afgreiða þær að gera þurfti hlé á Alþingi fram að næsta dagskrár- lið. Auðvitað er enn beðið stóru málanna frá ríkisstjórninni til að taka fyrir á þingi. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, hefur meira að segja beint þeim tilmælum til ríkisstjórnar innar að hún leggi umdeild mál fyrir á þingi tímanlega svo þau fái almennilega efnislega umræðu. En andskotinn hafi það. Því er hins vegar ekki að neita að auðvitað er miklu þægi- legra að fara auðveldu leiðina í gegnum lífið. Vera ekkert að stressa sig á því sem er að í samfélaginu, slökkva bara helst á útvarpinu, hætta að horfa og lesa fréttir, vera bara sammála síðasta ræðumanni og vera dass latur og skeytingarlaus. Þá er fáfræði vissulega sæla. Bæði fyrir þann sem ákveður að gera vel við sig með þessum hætti, og ráðandi öfl sem barma sér í sífellu undan ómaklegri gagnrýni frá fólki sem það segir vera haldið annarlegum hvötum. En í alvörunni. Verðum við ekki að gera þá kröfu að þeir sem höndla með gæði þjóðarinnar, ákvörðunar- og framkvæmdavaldið og annað sem skiptir okkur öll máli séu starfi sínu vaxnir? Að þingmenn hafi gagnrýna hugsun að „Því er hins vegar ekki að neita að auðvitað er miklu þægilegra að fara auðveldu leiðina í gegnum lífið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.