Kjarninn - 23.01.2014, Blaðsíða 80
72/74 KjaFtÆði
atvinnulaus, heimilislaus, skuldugur. Hvernig gat þetta
gerst? Til þess að skilja hvernig þetta gat gerst þurfti ég að
fara í ferðalag. Ferðalag aftur í tímann.
Átján ára gamall fékk ég mér mitt fyrsta kreditkort.
Einhverjir myndu spyrja hvað einstaklingur með engar
ráðstöfunar tekjur hefur að gera með greiðslukort, en sölu-
maðurinn frá kortafyrirtækinu var ekki sá maður; þvert á
móti sagði hann að þetta svarta kort væri fyrir ungt fólk. Ég,
verandi ungt fólk, var ekki að fara að efast um orð einhvers
sem ætlaði að gefa mér 40 auka þúsund-
kalla sem ég gæti eytt í hvað sem hugurinn
girntist.
Tveimur mánuðum síðar fékk ég svo
mína fyrstu innheimtuviðvörun.
Ég mun aldrei gleyma henni því að hún
lét sér ekki nægja að nota rautt letur og
hástafi til að undirstrika alvarleika málsins,
heldur var bréfið sjálft prentað á eldrauðan
pappír með svörtu feitletri eins og boðskort
í sataníska afmælisveislu. Þessu fylgdi mitt
fyrsta og eina kvíðakast.
Stuttu síðar tók ég annað stórt skref í
lífi fulltíða einstaklings og fékk mér mína
eigin heimasímalínu. Að sjálfsögðu hringdi
enginn í þetta númer nema sölumenn. Ég
hef alltaf átt erfitt með símsölu og þá sér-
staklega að segja nei þegar ég virkilega vil
segja nei. Það er einhver brotinn partur af
mér sem vill að öllum líki vel við mig og það
endar oftar en ekki á því að ég segi já, sem aftur hefur skilað
sér í gríðarlegu magni af uppsöfnuðum gíróseðlum á heima-
bankanum mínum frá hinum ýmsu kristilegu góðgerðarsam-
tökum sem ég hef engan hug á að borga.
Í þetta skiptið hringdi maður með titrandi röddu í mig.
Hann sagði mér að hann væri að kynna nýja þjónustu,
eitthvað sem mundi verða til þess að ég gæti átt náðugt
ævikvöld. Einhverjir myndu spyrja hvað menntaskólanemi
„[...] ég þurfti
að afsaka mig úr
enskutíma og fara
út á bílastæðið
fyrir utan MH þar
sem þunnhærður
maður maður með
flóttalegt augna-
ráð bað mig um að
setjast í aftursætið
á skítugri Toyota
Corollu eins og
ég væri tálbeita í
Kompásþætti.“