Kjarninn - 23.01.2014, Blaðsíða 81

Kjarninn - 23.01.2014, Blaðsíða 81
73/74 KjaFtÆði hefði að gera við viðbótarlífeyrissparnað ofan á enga lífeyris- sparnaðinn sem hann var með nú þegar. Ekki ég, ég gat ekki sagt nei. Ég reyndi samt hið sígilda bragð: að biðja hann um að hringja aftur seinna í þeirri von um að ég mundi ein- hvern veginn gleymast, en þrautseigja þessa manns var með ólíkindum. Hann hringdi og hringdi þangað til ég gat ekki hummað þetta fram af mér lengur og ég neyddist til að mæla mér mót við hann. Þar sem ég var í skólanum yfir daginn endaði þetta með því að þessi maður hringdi í farsímann minn, ég þurfti að afsaka mig úr enskutíma og fara út á bílastæðið fyrir utan MH þar sem þunnhærður maður maður með flóttalegt augnaráð bað mig um að setjast í aftursætið á skítugri Toyota Corollu eins og ég væri tálbeita í Kompásþætti. Þarna sat ég, 18 ára og allslaus, að kvitta á einhverja pappíra í þríriti. Svo keyrði þessi lífeyrisníðingur í burtu og ég sat eftir, alveg galtómur að innan. Það tók mig mörg ár að eignast ein- hverja peninga. Það var ekki með dugnaði og eljusemi eða hugviti heldur með gömlu aðferðinni: að verða fyrir strætisvagni og fá miskabætur. Ég gleymi aldrei þegar ég fór fyrst í bankann eftir það til þess að fá fjármálaráðgjöf og þjónustufulltrúinn fletti mér upp, sá greiðsluna frá VÍS, brosti, og sagði „Til hamingju!“ eins og ég hefði unnið stóra plastávísun í einhverju bótalottói. Það næsta sem hún sagði mér var að ég þyrfti að drífa mig í að losa þessa peninga út af bankareikningnum og byrja að láta hann vinna fyrir mig. Hún sagði „Sjóður 9. Lítil áhætta og mikill ávinningur.“ Hún náði mér á hugmyndinni um að láta peningana vinna fyrir mig þar sem ég hafði prufað að vinna fyrir peningum og líkað það illa. Ég labbaði út úr bankanum og var alveg óvart orðinn einhvers konar fjárfestir. Spólum áfram um hálft ár og allt þetta fé var horfið. Taí- lenska bahtið át íslensku krónurnar, restin af krónunum var frosin í einhverjum peningamarkaðssjóði, Baltasar Kormákur „Það er engin lausn í sjón- máli. Brandíska trúðabyltingin er ekki að koma til að frelsa okkur undan lýðræðinu í faðm sósíó- anarkismans [...]“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.