Kjarninn - 23.01.2014, Blaðsíða 10
08/10 EFnahagsmál
Þessi forréttindahópur er líka lítill.
Nokkur hundruð manns. Og hann er ríkur,
enda ekki á færi annarra að taka þátt í
þessum leik. Á þeim tveimur árum sem
liðin eru frá því að fjárfestingarleiðin var
kynnt til sögunnar hafa fjárfestar samtals
komið með 147 milljarða króna til landsins
í gegnum hana. Miðað við útreikninga
Kjarnans, sem byggja á meðaltalsgengi
evru gagnvart krónu á þeim dögum sem
útboðin fóru fram, nemur afslátturinn sem
fjárfestar hafa fengið að minnsta kosti um
25 milljörðum króna.
margir Íslendingar nýta sér leiðina
Þeir sem koma með fé til landsins í gegnum
fjárfestingarleiðina þurfa að binda það, að
minnsta kosti að hluta, í íslenskum eignum
í fimm ár. Því er um erlenda fjárfestingu
að ræða samkvæmt kúnstarinnar reglum.
Málið er samt ekki alveg svo einfalt. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum
hafa nefnilega 37 prósent þeirra 147 millj-
arða króna sem leitað hafa hingað eftir
þessari leið komið frá innlendum aðilum.
Íslendingar hafa komið með um 55 millj-
arða króna inn til landsins í gegnum fjár-
festingarleiðina og fengið um tíu milljarða
króna virðisaukningu á þá fjárfestingu bara
fyrir að eiga gjaldeyri.
Í svari Seðlabankans við fyrirspurn
Kjarnans um málið kemur fram að sam-
kvæmt greiningu hans komi 63 prósent
fjárfestingarinnar frá útlendingum. Þar segir líka að „við
greininguna eru erlend fyrirtæki í eigu íslenskra aðila
flokkuð sem innlendir fjárfestar“. Viðmælendur Kjarnans
innan fjármálageirans, sem starfa meðal annars við að
Fjárfestingarnar
KYHUMXHUYHUL²D²IM£UIHVWD"
20%
15%
10%
5%
0%
23
%
18
%
17
%
13
%
10
%
7% 5% 3% 4%
Ið
na
ðu
r
Fa
st
ei
gn
ir
o
g
fa
st
ei
gn
af
.
St
ór
ið
ja
Ly
fj
af
ra
m
le
ið
sl
a
Ei
gn
ar
ha
ld
sf
él
ög
H
át
æ
kn
i
Fe
rð
am
en
ns
ka
Te
ng
d
ve
rs
lu
n
A
nn
að
+YD²HUYHUL²D²NDXSD"
Hlutdeildar-
skírteini 1%
Fasteignir 12%
Skuldabréf 45,5%
Hlutabréf 41,5%