Kjarninn - 23.01.2014, Blaðsíða 59

Kjarninn - 23.01.2014, Blaðsíða 59
53/56 líFsstíll plastað æfingaplan er arkað í musteri líkamans til að hefjast handa við hið nýja sjálf. Nú skal það takast! Að verða þessi hressi og stælti með prótínsjeik innan seilingar og allt á hreinu í lífinu. Heldur fer þó að halla undan fæti eftir því sem sól hækk- ar á lofti, nýjabrumið er lekið af planinu og afsakanabókin stútfull samhliða færri ræktarmætingum. Nammikvöldum og flatbökuúttroðelsum fjölgar eins og gorkúlum. Áður en þú veist af eru aftur komin áramót og þú hefur verið dyggur styrktaraðili líkamsræktarstöðvanna enn eitt árið. Plastaða „gullplanið“ liggur rykfallið ofan í tösku innan um grjót- myglaðar strillur og svitamorkið pungbindi. Af hverju þraukar bara brotabrot fram yfir Góumánuð af þeim sem leggja upp í sjálfsbreytingar, þrátt fyrir fögur fyrirheit og stóra drauma? „Ohhhh… ef ég hefði bara haldið mínu striki í fyrra…“ tvennt sem ber að varast Í fyrsta lagi er ekki verið að festa nýja heilsuhegðun í sessi með þeim styrkingaraðferðum sem hún krefst, heldur er verið að þvinga fram nýja hegðun með tilheyrandi boðum og bönnum. Í stað þess að taka litlar breytingar á venjum sem leiða til langtímabreytinga er farið beint í að kúvenda hegðun á einni nóttu. Ræktin sex sinnum í viku. Púla, púla, með glampa í augum og eld í æðum. Lyfta eins og Scania-trukkur, hlaupa eins og gasella, slátra ketilbjöllum. Út með kolvetni, sykur, hveiti, glútein og mjólkurvörur, inn með magnesíum í lítratali, eggjahvítur, prótínsjeika, amínósýrur og spínat. „Allt-eða-ekkert“ hugsunin er alls- ráðandi. Annaðhvort ertu í mæjónesinu eða á kálblaðinu og ekkert þar á milli. Ekkert grátt svæði. Enginn diplómatískur millivegur. Slík nálgun á heilsulífið er eins og alvopnaður hryðjuverka maður sem dælir úr hríðskotabyssum sínum þar sem þú krafsar í örvæntingu í heilsubakkann og fellir þig að lokum og leiðir til hrösunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.