Kjarninn - 23.01.2014, Blaðsíða 53

Kjarninn - 23.01.2014, Blaðsíða 53
48/51 pistill Vinsælasta hóprifrildið Deilur sem þessar eru hluti af vinsælasta hóprifrildinu hér á landi, sem er baráttan milli höfuðborgarinnar og lands- byggðarinnar eða 101 gegn 230-900 í baráttu póstnúmeranna. Tilfinningin sem maður fær við að fylgjast með umræðunni er að í landinu búi margklofin þjóð sem komi sér ekki saman um nokkurn skapaðan hlut. Allir eiga að hafa á þessu skoðun, hneykslast í aðra hvora áttina og hópa sér bak við annan hvorn málstaðinn. Helst að læka, sjéra og kommenta í hástöfum á þessar fréttir. Menn eiga að halda með sínu liði í þjóðaríþróttinni. Hin óleysanlegu ágreiningsefni eru fjölmörg, samkvæmt þessari tilfinningu, og snúa bæði að pólitískum deiluefnum sem og viðhorfum og gildum. Flugvöllurinn – þar takast Gíslar Marteinar borgarinnar, sem hafa aldrei séð vegalengd án þess að vilja hjóla hana, á við þungbrýndar hetjur landsbyggðarinnar sem vilja fyrir alla muni geta lent í miðbæ Reykjavíkur og komist inn í einhvers konar örugga opinbera byggingu án tafar, helst spítala. Hér verða allir að stilla sér upp og styðja annan hvorn valkostinn; öryggi lands- byggðarinnar eða lífshamingju borgarbúa. Matur og drykkur – á landsbyggðinni drekka menn uppáhellt kaffi og fussa yfir því að það kosti 500 kall að fá eitthvert lattesull í miðbænum sem kaffistrákur með hárlokk í augunum framreiðir. Í miðborginni er það hins vegar koffín- laust sojalatte með laufblaðsmunstri í froðunni – eða dauði. Í borginni taka menn létt salat í hádeginu eða kannski þrjár beikonsneiðar með engu, því þeir eru á kúr, en á landsbyggð- inni borða menn kótilettur í raspi og brúnaðar kartöflur í hádeginu og leggja sig í kjölfarið yfir hádegisfréttunum. Atvinna – í miðborginni selur fólk, sem hjólar í vinnuna, óáþreifanlega þjónustu og hugmyndavinnu en á „Ef hvalur finnst í fjöru vill annar hópurinn skutla hann á staðnum og helst vera byrjaður að flensa hann fyrir myrkur en hinn hópurinn myndi ýta honum út á sjó og selja síðan ferða mönnum upplifunina. “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.