Kjarninn - 23.01.2014, Side 53

Kjarninn - 23.01.2014, Side 53
48/51 pistill Vinsælasta hóprifrildið Deilur sem þessar eru hluti af vinsælasta hóprifrildinu hér á landi, sem er baráttan milli höfuðborgarinnar og lands- byggðarinnar eða 101 gegn 230-900 í baráttu póstnúmeranna. Tilfinningin sem maður fær við að fylgjast með umræðunni er að í landinu búi margklofin þjóð sem komi sér ekki saman um nokkurn skapaðan hlut. Allir eiga að hafa á þessu skoðun, hneykslast í aðra hvora áttina og hópa sér bak við annan hvorn málstaðinn. Helst að læka, sjéra og kommenta í hástöfum á þessar fréttir. Menn eiga að halda með sínu liði í þjóðaríþróttinni. Hin óleysanlegu ágreiningsefni eru fjölmörg, samkvæmt þessari tilfinningu, og snúa bæði að pólitískum deiluefnum sem og viðhorfum og gildum. Flugvöllurinn – þar takast Gíslar Marteinar borgarinnar, sem hafa aldrei séð vegalengd án þess að vilja hjóla hana, á við þungbrýndar hetjur landsbyggðarinnar sem vilja fyrir alla muni geta lent í miðbæ Reykjavíkur og komist inn í einhvers konar örugga opinbera byggingu án tafar, helst spítala. Hér verða allir að stilla sér upp og styðja annan hvorn valkostinn; öryggi lands- byggðarinnar eða lífshamingju borgarbúa. Matur og drykkur – á landsbyggðinni drekka menn uppáhellt kaffi og fussa yfir því að það kosti 500 kall að fá eitthvert lattesull í miðbænum sem kaffistrákur með hárlokk í augunum framreiðir. Í miðborginni er það hins vegar koffín- laust sojalatte með laufblaðsmunstri í froðunni – eða dauði. Í borginni taka menn létt salat í hádeginu eða kannski þrjár beikonsneiðar með engu, því þeir eru á kúr, en á landsbyggð- inni borða menn kótilettur í raspi og brúnaðar kartöflur í hádeginu og leggja sig í kjölfarið yfir hádegisfréttunum. Atvinna – í miðborginni selur fólk, sem hjólar í vinnuna, óáþreifanlega þjónustu og hugmyndavinnu en á „Ef hvalur finnst í fjöru vill annar hópurinn skutla hann á staðnum og helst vera byrjaður að flensa hann fyrir myrkur en hinn hópurinn myndi ýta honum út á sjó og selja síðan ferða mönnum upplifunina. “

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.