Kjarninn - 29.05.2014, Page 7
04/05 leiðari
Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að
viðbótarframlög í samkeppnissjóði upp á 2,8 milljarða króna
á nokkrum árum (3,5 prósent af skuldaniðurfellingargjöfinni)
ýti Íslandi í fremsta flokk á meðal allra landa heims hvað
varðar áherslu á vísindi, rannsóknir og nýsköpun er í besta
falli fjarstæðukennd. Við verðum enn langt á eftir hinum
Norðurlöndunum og órafjarlægð frá til dæmis Banda-
ríkjunum. Við erum einfaldlega ekki þjóð sem leggur áherslu
á að fjölga eggjunum í körfunni.
Efnahagur okkar hvílir aðallega á þremur stoðum:
útflutningi á fiski og áli og innflutningi á
ferðamönnum. Tvær fyrstu stoðirnar, fiskur-
inn og álið, eru að mestu auðlindadrifnar
frumatvinnustoðir. Ferðaþjónustan er at-
vinnugrein sem byggir að mestu á láglauna-
þjónustu. Aðgerðir sitjandi stjórnvalda hafa
fyrst og fremst snúist um að standa vörð um
þessar stoðir. Og að láta sig dreyma um olíu.
Hvað ætlar Ísland að verða þegar það er
orðið stórt?
Þegar ofangreint er dregið saman er
hægt að draga þá ályktun að á Íslandi sé ekki verið að nýta
auðlindirnar til að byggja upp það samfélag sem fólkið vill
búa í heldur reynt að láta fólkið aðlaga sig að auðlindadrifnu
frumvinnslukerfinu sem hentar valdaöflunum best. Á Íslandi
bjóðast því ekki þau atvinnutækifæri sem ungt fólk sækist
fyrst og fremst eftir á grundvelli menntunar sinnar.
Á Íslandi er velferðarkerfið að dragast aftur úr að gæðum.
Vöntun er á fólki sem vill vinna í því og stjórnmálamenn
neita að takast á við þau risavöxnu uppbyggingarverkefni
sem nauðsynlegt er að takast á við svo við getum menntað
hina ungu, hjúkrað öllum og séð fyrir hinum öldnu.
Á Íslandi er nánast ómögulegt fyrir ungt fólk að eignast
húsnæði vegna þess að aðstæður í hagkerfinu gera því ekki
kleift að nurla saman fyrir útborgun. Það er líka að verða
ómögulegt fyrir það að leigja húsnæði vegna þess að sturluð
umframeftirspurn eftir leiguhúsnæði hefur hækkað verð á
„Þegar svöðu sárin
eru jafn stór og
þau sem við berum
þá dugar slíkt hins
vegar skammt. Og
á endanum mun
okkur blæða út.“