Kjarninn - 29.05.2014, Qupperneq 36
02/04 ViðSKiPti
G
uðbjörg Matthíasdóttir, eigandi Ísfélags
Vestmannaeyja, er orðin einn umsvifamesti
fjárfestir á Íslandi eftir kaup á einu stærsta
innflutnings fyrirtæki landsins, Íslensk
Ameríska. Viðskiptin marka um margt
þáttaskil á íslenskum neytenda- og smásölumarkaði, en Bert
Hanson og fjölskylda hafa átt fyrirtækið allt frá stofnun
árið 1964 og byggt það upp sem stórveldi á íslenskan mæli-
kvarða, bæði í innflutningi og í innlendri framleiðslu. Egill
Ágústsson, framkvæmdastjóri félagsins, hefur einnig selt
hlut sinn í félaginu, en hann átti átta prósenta hlut á móti 92
prósent eign Berts, eiginkonu hans og fjölskyldu dóttur hans.
Íslensk Ameríska flytur inn margar af algengustu vörum sem
rata í búðarkörfur Íslendinga, meðal annars Pampers-bleyjur
og margvíslegar snyrti- og hreinlætisvörur frá alþjóðlega
risanum Procter & Gamble, auk vörutegunda eins og Gillette,
Ariel, Pringles, Always, BKI, St. Dalfour, Hersheys, Sacla,
Dececco og Finn Crisp.
Samkvæmt heimildum Kjarnans nam kaupverðið (e.
equity value) um fjórum milljörðum króna, en viðskiptin bíða
endanlegs samþykkis samkeppnisyfirvalda.
íslandsbanki sá um söluna
Kaup Guðbjargar, í gegnum fjárfestingarfélag sitt Krist-
inn ehf., áttu sér nokkurn aðdraganda en viðskiptabanki
Íslensk Ameríska, Íslandsbanki, sá um söluna á fyrirtækinu.
Ákveðið var að fara ekki með fyrirtækið í opið söluferli, en
samkvæmt heimildum Kjarnans höfðu margir fjárfestar
áhuga á þessu rótgróna og vel rekna fyrirtæki. Fljótt varð
ljóst að Guðbjörg hafði áhuga á fyrirtækinu og varð þá ekki
aftur snúið. Fjárfestingar félag hennar, Kristinn, nær með
kaupunum ágætu jafnvægi í rekstur sinn þegar kemur að
inn- og útflutningi. Ísfélag Vestmannaeyja er sem kunnugt er
eitt af stærstu útflutningsfyrirtækjum landsins í sjávarútvegi
á meðan Íslensk Ameríska er með umsvifamestu fyrirtækjum
í innflutningi.
ViðSKiPti
Magnús Halldórsson
L@maggihalld