Kjarninn - 29.05.2014, Side 46

Kjarninn - 29.05.2014, Side 46
07/08 Stjórnmál fyrirsagnir fjölmiðlanna. Þau nýjustu snúast annars vegar um þá afstöðu hennar að draga eigi til baka úthlutun lóðar undir mosku og sú fullyrðing að til standi að byggja Sovét- blokkir í Laugardalnum. Erfitt er að átta sig á því hvort áherslur Sveinbjargar séu bara klaufaskapur eða þaulhugsuð strategía. Mörgum hefur fundist þær bersýnilega eiga að höfða til lægsta sam- nefnarans. Þær ala á hræðslu við hið óþekkta með raka- lausum staðhæfingum. Samfélagsmiðlar og kommentakerfi hafa ekki hneykslast jafn mikið á einum stjórnmálamanni frá því að Vigdís Hauks- dóttir var upp á sitt besta. Og því meira sem hneykslast var á Sveinbjörgu, því meira varð fylgið. Í vikunni fyrir kosningar var það sums staðar að mælast yfir fimm prósentum. Þá er bara rúmt prósent í að ná manni inn. Ef það tekst verður það að teljast ákveðið pólitískt afrek hjá Sveinbjörgu. En kannski yrði það bara ótrúleg heppni að ramba inn á það. Ef hún nær ekki inn má Framsóknarflokkurinn hafa af því miklar áhyggjur. Hann verður þá án borgarfulltrúa annað kjör- tímabilið í röð. Þegar horft er til þess að formaður flokksins er úr Reykjavík verður sú staða enn alvarlegri. Framsókn er auk þess að hverfa á flestum stöðum á landinu. Draga verður þá ályktun að verið sé að refsa flokknum fyrir frammistöðu hans í ríkisstjórn. erfið barátta minni framboða Baráttan er búin að vera erfið fyrir Vinstri græn. Samkvæmt mælingum hefur fylgið verið að tínast hægt og rólega af flokknum og kynning hans á helstu áherslum, sem sneru meðal annars að gjaldfrjálsum leikskóla, gerðu ekkert til að stöðva þá niðurferð. Um tíma leit út fyrir að Sóley Tómas dóttir, oddviti flokksins, væri í hættu á að detta út. Það er erfitt að festa fingur á hvað það er sem hefur valdið þessari stöðu. Svo virðist sem félagshyggjufólk velji frekar aðra valkosti á borð við Samfylkingu og Bjarta framtíð. Erfitt prófkjör innan Vinstri grænna, þar sem hart var tekist á um að leiða listann, skildi líka eftir sig pirring og ákveðið stemmningsleysi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.