Kjarninn - 29.05.2014, Page 46
07/08 Stjórnmál
fyrirsagnir fjölmiðlanna. Þau nýjustu snúast annars vegar
um þá afstöðu hennar að draga eigi til baka úthlutun lóðar
undir mosku og sú fullyrðing að til standi að byggja Sovét-
blokkir í Laugardalnum.
Erfitt er að átta sig á því hvort áherslur Sveinbjargar
séu bara klaufaskapur eða þaulhugsuð strategía. Mörgum
hefur fundist þær bersýnilega eiga að höfða til lægsta sam-
nefnarans. Þær ala á hræðslu við hið óþekkta með raka-
lausum staðhæfingum.
Samfélagsmiðlar og kommentakerfi hafa ekki hneykslast
jafn mikið á einum stjórnmálamanni frá því að Vigdís Hauks-
dóttir var upp á sitt besta. Og því meira sem hneykslast var á
Sveinbjörgu, því meira varð fylgið. Í vikunni fyrir kosningar
var það sums staðar að mælast yfir fimm prósentum. Þá er
bara rúmt prósent í að ná manni inn. Ef það tekst verður það
að teljast ákveðið pólitískt afrek hjá Sveinbjörgu. En kannski
yrði það bara ótrúleg heppni að ramba inn á það. Ef hún
nær ekki inn má Framsóknarflokkurinn hafa af því miklar
áhyggjur. Hann verður þá án borgarfulltrúa annað kjör-
tímabilið í röð. Þegar horft er til þess að formaður flokksins
er úr Reykjavík verður sú staða enn alvarlegri.
Framsókn er auk þess að hverfa á flestum stöðum á
landinu. Draga verður þá ályktun að verið sé að refsa
flokknum fyrir frammistöðu hans í ríkisstjórn.
erfið barátta minni framboða
Baráttan er búin að vera erfið fyrir Vinstri græn. Samkvæmt
mælingum hefur fylgið verið að tínast hægt og rólega af
flokknum og kynning hans á helstu áherslum, sem sneru
meðal annars að gjaldfrjálsum leikskóla, gerðu ekkert til að
stöðva þá niðurferð. Um tíma leit út fyrir að Sóley Tómas dóttir,
oddviti flokksins, væri í hættu á að detta út. Það er erfitt að
festa fingur á hvað það er sem hefur valdið þessari stöðu. Svo
virðist sem félagshyggjufólk velji frekar aðra valkosti á borð
við Samfylkingu og Bjarta framtíð. Erfitt prófkjör innan Vinstri
grænna, þar sem hart var tekist á um að leiða listann, skildi
líka eftir sig pirring og ákveðið stemmningsleysi.