Kjarninn - 29.05.2014, Page 54
Buðu ekki nógu hátt í Olís
Olís hefur verið í söluferli að undanförnu og margir
fjárfestar á íslenska markaðnum hafa sýnt því áhuga
að kaupa í þessu rótgróna félagi. Núverandi eigendur
, þar á meðal forstjórinn Einar Benediktsson, Gísli
Baldur Garðarsson hrl., FISK Seafood og Samherji,
vildu hins vegar fá hærra verð fyrir félagið en fjár-
festar voru tilbúnir að greiða. Það nam ríflega fjórum
milljörðum en eigendur félagsins vildu fá ríflega fimm
milljarða. Einar hyggst hætta sem forstjóri félagsins
í haust en vera áfram í eigendahópnum með um tólf
prósent eignarhlut. Í það minnsta um sinn.
Harðar deilur um höfuðstöðvar Landsbankans
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra
hefur ítrekað á það minnst opinbera að honum hugn-
ist ekki uppbygging Landsbankans á nýjum höfuð-
stöðvum skammt frá Hörpunni, en bankinn hefur hug
á því að reisa þar stóra byggingu undir starfsemi sína.
Steinþór Pálsson bankastjóri hefur sagt að bankinn
verði að byggja nýjar höfuðstöðvar og vill ekki að
þingmenn séu með puttann í því sem bankinn er að
gera. Það verður spennandi að fylgjast með því hvor
hafi betur í þessari deilu; Landsbankinn sjálfur eða
forsætisráðherrann.
af netinU
Samfélagið segir
um mosku í Reykjavík
kjarninn 29. maí 2014
facebook twitter
BrAGi VALDiMAr SKúLASON
Fallega hugsað að leyfa þeim sem engu fá að
stýra eftir kosningar að stýra umræðunni fyrir
kosningar.
Miðvikudagur 28. maí
HALLA GuNNArSDóttir
Það er nú ekki öðruvísi en einmitt þannig að
eftir eina viku kem ég heim. Þá ætla ég í heita
pottinn.
Miðvikudagur 28. maí
HrAfN jóNSSON
Nú þegar búið er að hamra mann í hausinn
með nektarmyndatöku sem gífurlega illa duldri
allegoríu fyrir opna stjórnsýslu má loks hefja
lífslokameðferð á þessari kosningabaráttu.
Miðvikudagur 28. maí
HiLDur SVerriSDóttir @hildursverris
Frjálslyndi er málið. Annað er fordómafull
afskiptasemi og er ekki grunnurinn að betri
borg. Áfram umburðarlyndi!
Miðvikudagur 28. maí
HALLGríMur ODDSSON @hallgrimuro
Ekki láta það koma ykkur á óvart ef
kosningaprófið á @eyjan .is mæli alltaf með því
að kjósa Framsókn.
Miðvikudagur 28. maí
MAríA LiLjA ÞrAStAr. @marialiljath
Ég elska Berlín. Mikið væri nú gott að nota
Vatnsmýrina undir fólk, ekki flugvélar!
Miðvikudagur 28. maí
01/01 SamfélaGið SeGir