Kjarninn - 29.05.2014, Page 65
02/03 álit
Sú rökvilla kallast á máli rökfræðinnar hringskýring.
Hringskýring felur það í sér að forsenda skoðunar er útskýrð
með skoðuninni sjálfri og er því ekki raunverulega skýring.
Tökum dæmi: Ef ég segi að Guð sé almáttugur og einhver
spyr mig hvernig ég viti það og ég ég svara með því að vísa í
orð Biblíunnar getur sá hinn sami spurt mig hvernig ég viti
að Biblían segi sannleikann. Ef ég svara með því að segja að
auðvitað sé það satt þar sem Guð almáttugur hafi skrifað
biblíuna segir sig sjálft að þarna er ég komin í hring og engin
rök sem halda vatni eru þarna á ferðinni.
Ef við færum þetta yfir í kosninga-
veruleikann getur hringskýring litið svona
út: Hvers vegna eru þið ekki að mælast með
neitt fylgi? Líklega vegna þess að ákveðnir
sterkir fjölmiðlar og aðrir viðhafa kerfis-
bundna þöggun á framboðinu. Nú, hvers
vegna eru þeir með þessa þöggun? Nú, vegna
þess að við erum ekki með nógu mikið fylgi!
Þetta sér hver maður að þetta eru ekki væn-
leg og málefnaleg vinnubrögð og viðhalda
eingöngu ríkjandi valdhafa. Þetta fellur alla vega ekki inn í
skilgreininguna á lýðræðisríki eins og ég skil það.
Skemmtilegasta útfærslan á þessari rökvillu er úr gömlu
áramótaskaupi frá því snemma á níunda áratugnum þar sem
fréttamaður er að taka viðtal við tvo afdala bændur í Laugar-
dalnum. Þar eru þeir spurðir hvort þeir séu með síma. „Nei,
við erum ekki með neinn síma.“ Nú, hvers vegna eruð þið
ekki með neinn síma spyr fréttamaðurinn. „Nú, vegna þess
að það hringir aldrei neinn í okkur“. Fréttamaðurinn spyr þá
í samúðartón: „Hvers vegna hringir aldrei neinn í ykkur?“
„NÚ VEGNA ÞESS AÐ VIÐ HÖFUM EKKI SÍMA!“ hreyta þeir í
fréttamanninn.
Einhverjir gætu sagt að það sé engin skylda fyrir frjálsa
fjölmiðla eða félagasamtök að bjóða öllum með og vissulega
er enginn lagalegur grunnur sem kveður á um það. Þessi
skylda er hins vegar siðferðileg og enn fremur málefnaleg
skylda í lýðræðisríki ef fólk vill láta taka sig alvarlega sem
„Nú, hvers vegna
eru þeir með þessa
þöggun? Nú, vegna
þess að við erum
ekki með nógu
mikið fylgi! “