Kjarninn - 29.05.2014, Blaðsíða 73
03/04 álit
verði stofnkostnaður vegna öflugra almenningssamgöngu-
kerfis minni en kostnaður við gerð stofnbrauta.
Við erum sem sé að tala um að þétting byggðar og auknar
almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu geta sparað
þjóðarbúinu 187 til 360 milljarða til ársins 2040. Tekið skal
fram að þarna er ekki tekið tillit til ýmissa annarra þátta eins
og minni veglagningar, gjaldeyrissparnaðar vegna minni
notkunar einkabílsins og sparnaðar í bílastæðauppbyggingu.
En orðið þétting út af fyrir sig er ekki sérlega heillandi.
Það sýnir sig líka í viðhorfskönnunum að fólk hefur illan
bifur á því orði. Af hverju? Jú, það eru gildar ástæður fyrir því.
Þéttingin hér í Reykjavík undanfarna áratugi hefur of oft leitt
til þess að gömul timburhús voru rifin og gamalt og merkilegt
atvinnuhúsnæði sömuleiðiðis, það nægir að
nefna gamla og glæsilega Landsímahúsið
við Sölvhólsgötu 11, Kveldúlfshúsin, stóra og
fallega Völundarhúsið. Já, stefnu hins algjöra
niðurrifs og hinnar algjöru uppbyggingar
hefur verið framfylgt í einum of stórum stíl
hér í Reykjavík.
meiri lífsgæði
Þéttingin er nefnilega ekki meginmarkmið
þéttingarinnar, heldur meiri umhverfis-
gæði og þar með meiri lífsgæði. Um það á
þéttingin að snúast. Það er hinn þráðurinn,
lífsgæða- og umhverfisgæðaþráðurinn, og hann fléttast saman
við kröfuna um betri nýtingu, meiri skilvirkni, betri rekstur.
Áhersla á lífsgæðin í borgarumhverfinu sjálfu er rökrétt af-
leiðing af því að meira en helmingur mannkyns býr í borgum
og bæjum. Það er sem sagt í þéttbýlinu sem hlutskipti stórs
hluta mannkyns ákvarðast. Við sækjum þangað vinnu, skóla,
leikhús, sundlaugar, fótboltaleiki, leshringi og alla þjónustu
sem við þörfnumst í okkar flókna og kröfuharða samfélagi.
Borgin tekur á móti okkur þegar við förum út á morgnana í
myrkrinu á veturna og í birtunni á sumrin, þegar við fylgjum
krökkunum í skólann, förum út í búð, mælum okkur mót við
„Önnur sviðsmyndin
gerði ráð fyrir að
fimmtán prósent
nýrrar byggðar
yrðu utan nú-
verandi byggðar og
hlutur almennings-
samgangna yrði
tólf prósent.“