Kjarninn - 29.05.2014, Qupperneq 74

Kjarninn - 29.05.2014, Qupperneq 74
04/04 álit fólk, skreppum í sund, göngum, hjólum, hlaupum eftir stígum borgarinnar, leitum til læknis, mætum í brúðkaup og jarðar- för. Borgin umlykur okkur frá vöggu til grafar. Borgin er líf okkar. Líf okkar er borgin. Við erum borgin. Nákvæmlega þess vegna snýst ein mikilvægasta lífskjara- barátta okkar tíma um borgarumhverfið: að borgarumhverfið sé eins heilsusamlegt og kostur er, öruggt, skjólsælt, aðlað- andi, fjölbreytt, skemmtilegt, fallegt og endurnærandi. Já, einmitt endurnærandi! Við höfum nefnilega sagt skilið við þá gömlu hugmynd, sem var lengi ríkjandi, að borgin sé vélrænn staður þar sem við dveljum, eiginlega nauðug viljug, til að sækja vinna og skóla á virkum vinnudögum en flýtum okkur síðan burt úr bænum um helgar, því þar úti í sveit í sumar- bústaðnum séu lífsgæðin. Þar sé lífið í sinni ánægjulegustu mynd en ekki í bænum. Fagnaðarboðskapur aðalskipulagstillögunnar fyrir Reykja- vík 2010 til 2030 er þessi: Borgin býr yfir miklum umhverfis- gæðum og lífsgæðum. Við Reykvíkingar þurfum ekkki endilega að fara í sumarbústaðinn í Grímsnesinu til að njóta lífsins. Við getum ekkert síður notið þess í borginni. Göturnar í borginni eru þannig að það er gaman að rölta um þær, torgin eru skjólsæl og sólrík, þegar sólin skín á annað borð, almennings- garðarnir eru fallegir, göngu- og hjólastígarnir sem liggja meðfram magnaðri strandlínu, inn græna og friðsæla dali og út í ævintýralandslagið með hraunum og skógum austur af borginni. Þessi rauði þráður, fléttaður saman úr kröfunum um meiri hagkvæmni í skipulagi og rekstri og meiri lífsgæði í borgar- umhverfinu eins og ég hef lýst, er ekki alíslenskur spuni og þaðan af síður heilaspuni eða pólitískur spuni. Þessi þráður er rauður þráður í öllum borgum austan hafs og vestan þar sem er einhver metnaður í gangi. Hann má sjá mjög skýrt hjá jafn ólíkum stofnunum og borgarstjórn Reykjavíkur, APA samtökum bandarískra skipulagsfræðinga og ótal ráðgjafar- og lífsskoðunarfyrirtækjum sem eru sífellt að kynna lista yfir lífvænlegustu borgir í heimi og rökstyðja hvað liggur að baki valinu hverju sinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107

x

Kjarninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.