Kjarninn - 29.05.2014, Side 82
03/05 PiStill
Skuldugir bændur í bobba
Afleiðing þessa varð meiriháttar verðhjöðnun, eða sem nam
um 23%, á árabilinu 1880-1896. Hún hafði sérstaklega slæm
áhrif á bændur, en þeir voru flestir stórskuldugir. Verð-
hjöðnunin hafði því enn fremur í för með sér að veruleg
verðmæti fluttust frá bændum á vesturströnd Bandaríkjanna
til banka á austurströndinni, enda hækkuðu skuldir þeirra
að raungildi vegna verðhjöðnunarinnar. Það þarf því engan
að undra að undir lok 19. aldar hafi myndast verulegur
pólitískur þrýstingur úr ranni popúlista um að gera silfur
aftur að lögeyri samhliða gulli – en það var m.a.s. eitt helsta
kosningamál demókrata í forsetakosningunum 1896. Um-
ræðan snerist auðvitað síst um málmana sem slíka; aðal-
atriðið var að silfur var tiltækt í verulegu magni, og því hefði
verið hægt að þenja út peningamagnið sem því nam hefði
dalurinn verið settur aftur á silfurfót og vinna þar með gegn
verðhjöðnuninni.
Þessar hápólitísku hagfræðilegu deilur voru gerðar
ódauðlegar árið 1900 – en reyndar með nokkuð óvæntum
hætti. Það dylst nefnilega engum sem les ævintýrið um
Galdrakarlinn í Oz eftir blaðamanninn L. Frank Baum að
þar er um að ræða myndlíkingu fyrir deilur um frjálsa sláttu
silfurmyntar undir lok 19. aldar. Jafnvel titillinn sjálfur vísar
til þeirra, en oz. er enska skammstöfunin fyrir únsu – hefð-
bundna þyngdareiningu gulls.
Aðalpersónur bókarinnar eiga sér samsvörun í helstu
persónum og leikendum úr silfurdeilunni. Dórótea er
persónugervingur bandarískra gilda á meðan hundurinn
Tótó er bandaríska bindindishreyfingin, Teetotalers, sem
studdi sláttu silfurmynta en var annars sérkennilegur hópur
og fyrirferðarlítill í bandarískum stjórnmálum. Fugla-
hræðan tekur að sér hlutverk bænda; hún telur sig skorta
heila en reynist síðan sú vitrasta í föruneytinu – rétt eins
og bændurnir, sem þóttu stundum einföld stétt en skildu
samt hin flóknu peningahagfræðilegu rök fyrir silfursláttu
betur en flestir aðrir. Pjáturkarlinn táknar verkamenn, sem
glatað höfðu hjarta sínu í iðnvæðingunni. Huglausa ljónið er