Kjarninn - 29.05.2014, Síða 82

Kjarninn - 29.05.2014, Síða 82
03/05 PiStill Skuldugir bændur í bobba Afleiðing þessa varð meiriháttar verðhjöðnun, eða sem nam um 23%, á árabilinu 1880-1896. Hún hafði sérstaklega slæm áhrif á bændur, en þeir voru flestir stórskuldugir. Verð- hjöðnunin hafði því enn fremur í för með sér að veruleg verðmæti fluttust frá bændum á vesturströnd Bandaríkjanna til banka á austurströndinni, enda hækkuðu skuldir þeirra að raungildi vegna verðhjöðnunarinnar. Það þarf því engan að undra að undir lok 19. aldar hafi myndast verulegur pólitískur þrýstingur úr ranni popúlista um að gera silfur aftur að lögeyri samhliða gulli – en það var m.a.s. eitt helsta kosningamál demókrata í forsetakosningunum 1896. Um- ræðan snerist auðvitað síst um málmana sem slíka; aðal- atriðið var að silfur var tiltækt í verulegu magni, og því hefði verið hægt að þenja út peningamagnið sem því nam hefði dalurinn verið settur aftur á silfurfót og vinna þar með gegn verðhjöðnuninni. Þessar hápólitísku hagfræðilegu deilur voru gerðar ódauðlegar árið 1900 – en reyndar með nokkuð óvæntum hætti. Það dylst nefnilega engum sem les ævintýrið um Galdrakarlinn í Oz eftir blaðamanninn L. Frank Baum að þar er um að ræða myndlíkingu fyrir deilur um frjálsa sláttu silfurmyntar undir lok 19. aldar. Jafnvel titillinn sjálfur vísar til þeirra, en oz. er enska skammstöfunin fyrir únsu – hefð- bundna þyngdareiningu gulls. Aðalpersónur bókarinnar eiga sér samsvörun í helstu persónum og leikendum úr silfurdeilunni. Dórótea er persónugervingur bandarískra gilda á meðan hundurinn Tótó er bandaríska bindindishreyfingin, Teetotalers, sem studdi sláttu silfurmynta en var annars sérkennilegur hópur og fyrirferðarlítill í bandarískum stjórnmálum. Fugla- hræðan tekur að sér hlutverk bænda; hún telur sig skorta heila en reynist síðan sú vitrasta í föruneytinu – rétt eins og bændurnir, sem þóttu stundum einföld stétt en skildu samt hin flóknu peningahagfræðilegu rök fyrir silfursláttu betur en flestir aðrir. Pjáturkarlinn táknar verkamenn, sem glatað höfðu hjarta sínu í iðnvæðingunni. Huglausa ljónið er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.